Lög­reglan í Sarps­borg í Noregi stöðvaði á laugar­daginn ung­menni sem óku á 80 kíló­metra hraða á klukku­stund á rafs­kútu. Hin 15 ára gömlu ung­menni tví­menntu á rafs­kútunni og var hún tekin af þeim.

„Í verstu til­fellum endar þetta með ban­vænu slysi. Þegar við erum að ræða um hraða allt að því 80 kíló­metra á klukku­stund er það mjög al­var­legt,“ segir Paal Gunnar Mathiesen hjá sam­tökunum Trygg Trafikk Viken í sam­tali við norska ríkis­út­varpið NRK.

Hann segir það mjög al­var­legt að hægt sé að breyta rafs­kútum svo þær komist hraðar en lög­legt er. Það sé lítið mál í flestum til­fellum.

Truls-André Hjort­næs hjá norsku lög­reglunni segir sí­fellt fleiri til­felli um rafs­kútur sem fari hraðar en leyfi­legt er, sem og rafs­kútur sem breytt hafi verið. Það sé mikið á­hyggju­efni.