Kapp­ræður sem haldnar voru í kvöld þar sem leið­toga­efni breska Í­halds­flokksins mættust voru stöðvaðar skyndi­lega þegar leið yfir um­sjónar­mann kapp­ræðnanna, Kate Mc­Cann.

Kapp­ræðurnar voru í beinni út­sendingu á TalkTV þegar at­vikið átti sér stað. Mynda­vélin sneri að Liz Truss þegar há­vær hvellur heyrist, en þá féll Mc­Cann á gólfið. Hún slasaðist ekki en læknar ráð­lögðu sjón­varps­stöðinni að kapp­ræðurnar yrðu blásnar af.

Liz Truss og Rishi Sunak standa tvö eftir í leið­toga­kjöri breska Í­halds­flokksins en með­limir flokksins velja nýjan leið­toga í septem­ber. Sá sem kjörinn verður leið­togi mun taka við sem for­sætis­ráð­herra Bret­lands en Boris John­son sagði af sér í byrjun júlí.