Lög­reglan á Suður­nesjum stöðvaði í fyrra­dag kanna­bis­ræktun í í­búðar­hús­næði. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að ræktunin hafi verið í tveimur tjöldum í svefn­her­bergjum, og alls verið á annað hundrað plöntur.

Í öðru hús­næði, sem lög­regla gerði einnig hús­leit í, að fenginni heimild, fundust svo fá­einar plöntur til við­bótar. Sami ein­stak­lingurinn stóð fyrir ræktuninni á báðum stöðum. Lög­regla fjar­lægði bæði plöntur og ræktunar­tól til eyðingar.

Fram kemur í til­kynningu lög­reglu að um sé að ræða annað sinn á skömmum tíma sem lög­regla stöðvar um­fangs­mikla kanna­bis­ræktun í um­dæminu.

Er fólk enn­fremur minnt á fíkni­efna­síma lög­reglunnar í til­kynningunni, 800-5005, sem og Face­book síðu lög­reglunnar.