Síðasta föstudag stöðvaði Lögreglan á Suðurnesjum umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu. Frá því er greint í tilkynningu frá lögreglunni að um hafi verið að ræða bæði kannabisgræðlinga og stórar plöntur sem fundust í þremur herbergjum.

Alls var um að ræða á þriðja hundrað kannabisplanta. Við húsleit fundust einnig pokar sem innihéldu kannabisefni og tugir þúsunda króna, ásamt plöntum og ræktunarbúnaði.

Húsráðandi var handtekinn á staðnum og segir í tilkynningu að hann hafi játað að hafa staðið að ræktuninni, einn.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook - síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/