Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir undir­býr nú minnis­blað, sem hann mun skila til heil­brigðis­ráð­herra á næstu dögum. Minnis­blað þetta verður með nokkuð öðru sniði en þau fjöl­mörgu sem hann hefur skilað til ráð­herra undan­farnar vikur og mánuði. Í þetta skiptið mun sótt­varna­læknir stinga upp á nokkrum mögu­legum leiðum fyrir stjórn­völd að fara í að­gerðum á landa­mærum og velta þar upp kostum þeirra og göllum í stað þess að mæla með einni á­kveðinni leið eins og hann hefur gert hingað til. Einnig er til skoðunar að breyta tveggja metra reglu í eins metra reglu á á­kveðnum stöðum eins og í skólum landsins.

Þær sam­komu­tak­markanir sem nú eru í gildi og miða við að hundrað manns megi koma saman renna út eftir næsta fimmtu­dag, þann 13. ágúst. Ó­víst er hvað tekur þá við; ó­breyttar tak­markanir, hertar eða jafn­vel hvort slakað verður á þeim á ný. Um helgina hafa fá inn­lend smit greinst á landinu – sjö á þremur dögum en eins og Þór­ólfur hefur sjálfur bent á greinast oftast færri smit yfir helgarnar. Því er vara­samt að gera strax ráð fyrir að seinni bylgju far­aldursins hér á landi sé að ljúka.

Mögulega eins metra regla í skólum

Ljóst er að sótt­varna­læknir mun skila minnis­blaði til heil­brigðis­ráð­herra fyrir fimmtu­dag og hefur venjan hingað til verið sú að ráð­herra kynni þá til­lögur minnis­blaðsins fyrir ríkis­stjórninni áður en þær eru sam­þykktar og gefnar út sem svo­kölluð aug­lýsing eða reglu­gerð. Þór­ólfur boðaði það á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að hann myndi í þetta skiptið velta upp nokkrum mögu­legum leiðum í minnis­blaðinu fyrir áframhaldandi að­gerðir á landa­mærunum til lengri tíma.

Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Ég er búinn að vera að ver að predika þetta dá­lítið lengi. Ég er búinn að segja að nú erum við að fara í aðra veg­ferð. Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru í marga mánuði eða ár og þá þurfa menn að horfa til annarra hluta,“ sagði Þór­ólfur spurður út í þessa breytingu á fundinum í dag. „Ég tel að mitt hlut­verk í því sé að benda á sótt­varna­sjónar­mið, hvað er lík­legt að muni gerast ef við grípum til þessara að­gerða um­fram ein­hverra annarra að­gerða.“

„Ég tel að þetta þurfi stjórn­völd að vega og meta takandi til­lit til annarra hags­muna. Það er ekki mitt sem sótt­varna­læknis að taka af­stöðu til hvaða hags­munir hér innan­lands eru æðri öðrum hags­munum,“ sagði hann svo.

Hann sagði þá að í minnis­blaðinu yrði einnig skerpt á tak­mörkunum á sam­komum og fjar­lægðar­tak­mörkunum hér innan­lands. Þá velti hann upp mögu­leikanum á því að breyta tveggja metra reglunni í eins metra reglu á á­kveðnum stöðum, til dæmis skólum. Sagði hann að slíkt þekktist víða um önnur lönd.