Í til­efni af miklum fjölda barna sem hefur verið vísað frá Ís­landi á undan­förnum árum hófu sam­tökin Réttur barna á flótta í dag á­takið „Börn eru ekki far­angur“.

Fram kemur í yfir­lýsingu frá sam­tökunum að mark­mið á­taksins sé fyrst og fremst að vekja at­hygli á mál­efnum barna á flótta og þrýsta á Út­lendinga­stofnun og kæru­nefnd út­lendinga­mála að fylgja Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, barna­lögum, Stjórnar­skrá Ís­lands og lögum um út­lendinga.

Þá er þess einnig krafist að stjórn­völd hætti að vísa börnum til landa þar sem þeim er ekki séð fyrir grunn­lífs­gæðum og að mál þeirra séu á­vallt tekin til efnis­legrar með­ferðar, þar sem sér­fræðingar um vel­ferð barna skoði stöðu þeirra.

„Börn á flótta eru í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu. Á Ís­landi eru börn sem þurfa al­þjóð­lega vernd. Til þess að sækja um slíkt þurfa þau að fara í gegnum langt ferli áður en á­kvörðun er tekin um hvort taka eigi mál for­eldra þeirra til skoðunar. Vegna þessa er sjald­gæft að börnin fái að sækja um vernd því þeirra fram­tíð er á­kveðin út frá niður­stöðu for­eldra,“ segir í yfir­lýsingu sam­takanna.

Börnin afgreidd eins og farangur foreldra sinna

Þar segir að starfs­fólk Út­lendinga­stofnunar og kæru­nefndar út­lendinga­mála hafi marg­oft virt evrópsk, al­þjóð­leg og ís­lensk lög að vettugi og vísað málum barna frá án þess að skoða stöðu þeirra sér­stak­lega.

„Mál barnanna eru af­greidd líkt og um far­angur for­eldranna sé að ræða.“

Sem hluti af á­takinu hafa verið fram­leidd stutt mynd­bönd með Bene­dikt Er­lings­syni og Hall­dóru Geir­harðs­dóttur í aðal­hlut­verkum. Segir í til­kynningu að um sé að ræða graf­alvar­legt grín þar sem skot­spónunum er beint að Út­lendinga­stofnun og kæru­nefnd út­lendinga­mála.

„Hug­myndin er sprottin upp úr al­gengri hlut­gervingu sem oft er notuð til að lýsa máls­með­ferðum barna í þessari við­kvæmu stöðu. Málum barnanna er oft þeirra vísað frá án þess að staða þeirra sé skoðuð sér­stak­lega; litið er á börnin far­angur for­eldra sinna.“

Fyrsta myndskeiðið má sjá hér að neðan.