Fréttir

Stjórnvöld skulu gera meiri kröfur til mengandi iðnaðar

Mikilvægt er að hægt sé að ganga úr skugga um að þeir sem vilja stunda mengandi iðnað geti staðið undir þeim kröfum sem lögin gera til þeirra.

United Sílikon er orðið gjaldþrota. Fréttablaðið/Eyþór

Mikilvægt er að stofnanir ríkisins geti tryggilega gengið úr skugga um að þeir sem sækjast eftir því að starfrækja mengandi iðnað hafi burði til að uppfylla þau skilyrði sem þeim eru sett samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. - Aðkoma og eftirlit stjórnvalda.

Í skýrslunni segir að gera þurfi úrbætur á verklagi og kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa fyrir rekstur af þessum toga.

United Silicon hefur verið úrskurðað gjaldþrota en ljósbogaofn verksmiðjunnar var ræstur í Helguvík á Reykjanesi í nóvember 2016. „Verulegir erfiðleikar gerðu strax vart við sig, m.a. kvörtuðu íbúar í nágrenni verksmiðjunnar yfir lyktarmengun og líkamlegum óþægindum vegna hennar. Eftir ítrekaðar tilraunir til úrbóta stöðvaði Umhverfisstofnun reksturinn 1. september 2017.“

Fram kemur að við mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið gert ráð fyrir að reksturinn hefði þau áhrif sem raunin hafi borið vitni. Fullyrt hafi verið í skýrslu félagsins Stakksbraut 9 (síðar Sameinað Sílikon) að framleiðslubúnaður og hreinsivirki yrðu af nýjustu og bestu gerð. Í áliti Skipulagsstofnunar á matinu hafi komið fram að athugasemdum hafi verið svarað á fullnæjgandih átt. „Sú niðurstaða vekur athygli m.a. vegna þess að ekki var tekið tillit til athugasemda um að huga þyrfti sérstaklega að því að verksmiðjuna skorti reykháfa en Umhverfisstofnun hefur nú gert kröfu um slíkan búnað. Mikilvægt er að áreiðanleiki umhverfismats sé hafinn yfir vafa og að matið njóti viðunandi kynningar meðal almennings.“

Í skýrslunni segir að áhrif á umhverfið hafi orðið önnur og meiri en ráð var fyrir gert og að ekki enn sé vitað hvaða efni ollu lyktarmenguninni, sem hafi verið vanreifuð í mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar.

Skýrsluna má lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kosningar 2018

Róandi að fylgjast með þyrlum LHG

Verkalýðshreyfingin

Segir van­traustið lagt fram á röngum for­sendum

Innlent

Kannanir sýna ólíkar niðurstöður í borgarstjórn

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Undir­rita yfir­lýsingu um lofts­lags­mark­mið stofnana

Innlent

Rennblautur kosningadagur í vændum

Innlent

Líkams­leifarnar í Faxa­flóa voru af Arturi

Innlent

18 börn fengið undanþágu til að giftast á Íslandi

Innlent

Vilja að leik­reglur á leigu­markaði séu skýrari

Kosningar 2018

Grænu svæðin verði aldrei í meira en 600 metra fjar­lægð

Auglýsing