Í gær var kynnt nýtt átak á vegum Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands og á­hyggju­fullra for­eldra sem er ætlað að vekja at­hygli á al­var­legum mis­bresti í skóla­kerfinu á Ís­landi í inn­leiðingu stefnu um skóla án að­greiningar.

Á kynningar­fundi í gær kom fram að þriðja hvert barn í grunn­skóla þarf ein­hvers konar stuðning á skóla­göngu sinni. Sum meiri en önnur. Hluti af á­takinu eru mynd­bönd þar sem að línur úr sögum for­eldra eru lesnar upp af þekktum ein­stak­lingum.

„Ég talaði við for­eldra og bað þau um að segja mér eina setningu sem þeim þótti erfitt að heyra barnið sitt segja,“ segir Alma Björk Ást­þórs­dóttir, í sam­tali við Frétta­blaðið. Alma Björk er sú sem að hóf á­takið og leitaði til ÖBÍ til að taka þátt. Alma sagði sögu sína og sonar síns á vef Frétta­blaðsins í vor.

Fólk viti ekki hversu alvarlegur vandinn er

„Það eru fleiri mynd­skeið á leiðinni. Þetta er auð­vitað allt mjög á­takan­legt og með þessu viljum við vekja at­hygli fólks á þessum vanda í skóla­kerfinu sem allir horfa fram hjá en vita samt af,“ segir Alma Björk.

Hún segir að hluti vandans sé lík­lega sá að þótt svo að fólk viti af vandanum þá geri það sér ekki grein fyrir því hversu al­var­legur hann er hjá mörgum börnum.

Hér að neðan má sjá mynd­band með téðum setningum barnanna og þær eru lesnar upp af börnum.

Við­brögð stjórn­valda

Alma Björk segist sár­lega sakna þess að heyra í stjórn­mála­stéttinni um þennan vanda. Hún hafi allt frá því að hún byrjaði að skrifa greinar í vor ekki heyrt í neinum stjórn­mála­manni.

Hún segir að hún hafi reglu­lega verið spurð af hverju hún er núna í þessari veg­ferð og að berjast fyrir þessu segir Alma Björk að hún hafi skráð sig í lög­fræði og rekist á mál ungrar stúlku með asper­ger sem að Mann­réttinda­dóm­stóllinn dæmdi í vil í ágúst í fyrra og komst að því að skólinn hefði ekki verið að upp­fylla skyldur sínar gagn­vart henni innan skóli án að­greiningar.

„Á meðan stjórn­mála­menn horfa fram hjá þessum vanda eru þau að sam­þykkja van­rækslu á börnum og sam­þykkja að börnum líði eins og þau vilji deyja,“ segir Alma Björk og í­trekar þann fjölda sem þarf á ein­hvers konar að­stoð að halda en það er þriðja hvert barn. Hún segir að að­stoðin sé mis­jöfn en það geti verið tal­þjálfun, sjúkra­þjálfun eða það þurfi að tryggja hljóð­vist í skólanum.

„Þetta eru allt sér­þarfir og á meðan þeim er ekki sinnt líður börnunum illa. Á meðan að stjórn­völd vita af þessu og horfa fram­hjá þessu þá eru þau að sam­þykkja þetta. Mér finnst fínt að fólk átti sig á því, sér­stak­lega í að­draganda kosninganna.“

Í gær var einnig kynnt á­skorun til stjórn­valda sem hægt er að skrifa undir á vefnum. Þar er kallað eftir því að kallað sé til krísu­fundar, strax, um þetta mál. Alma Björk segir að hún vilji að þar verði ræddir þeir mögu­leikar að lög­binda stöðu þroska­þjálfa, iðju­þjálfa og fé­lags­ráð­gjafa í alla skóla. Hér er hægt að skrifa undir.

„Ég vil að þeir viður­kenni vandann og sýni vilja til að laga þetta,“ segir Alma.

Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður.

Bíða eftir svörum frá skólunum

Á fundinum kom fram að búið er að senda bréf á fjóra skóla í þremur sveitar­fé­lögum á Ís­landi og þess krafist að þau upp­fylli skyldu sína gagn­vart ein­staka börnum. Bréfin voru send út fyrr í sumar og ef engin svör berast bráð­lega verður farið í mál við skólanna í septem­ber.

„Kröfurnar eru í raun ein­faldar. Þær eiga sér stoð í stjórnar­skrá og lögum eins og barna­sátt­mála sam­einuðu þjóðanna og fleiri mann­réttinda­sátt­málum. Þær eru ein­fald­lega þær að börn með sér­þarfir fái við­eig­andi að­stoð sem að hentar þeim, en ekki að það sé reynt að beina öllum börnum í ein­hverja á­kveðna þjónustu eða að þjónustan mæti ekki þörfum þeirra,“ segir Daníel Isebarn Ágústs­son, lög­maður hjá stofunni Magna en þau starfa fyrir ÖBÍ.

Það gengur ekki að það sé verið að mis­muna börnum eftir því hvar þau búa á landinu

Hann segir mikil­vægt að í hverju til­felli sé tekið mið af barninu sjálfu, þörfum þess og að stuðningur og að­stoð sé á­kveðin út frá þörfum ein­stak­lingsins.

„Það á ekki að veita að­stoðina sem hentar best skólanum eða sveitar­fé­laginu, heldur það sem hentar best barninu. Þetta er skýrt í lögunum um að það eigi að gera þetta og reglu­gerðum og við erum ein­fald­lega að gera kröfu um að það verði farið eftir þeim og að hvert og eitt barn fái mat miðað við sínar þarfir og sé ekki sett í ein­hvern al­mennan kassa,“ segir Daníel.

Spurður hvort að það geti verið erfitt fyrir litla skóla og lítil sveitar­fé­lög að mæta þessum þörfum segir hann það vel kunna að vera en að það sé ekki af­sökun sem sé nægjan­leg fyrir þessi börn og þessa for­eldra.

„Það er ekki af­sökun sem rétt­lætir brot á mann­réttindum þessara barna. Ef kerfið er svona þá er eitt­hvað að kerfinu og það þarf að finna út úr því. Þegar þessi mál voru færð til sveitar­fé­laganna lá þetta alveg fyrir, þetta er ekkert sem kom upp í gær. Það verður að fylgja hugur máli alla leið,“ segir Daníel sem segir að það þurfi að veita skólum úr­ræði svo hægt sé að mæta þörfum barna alls staðar á landinu.

„Það gengur ekki að það sé verið að mis­muna börnum eftir því hvar þau búa á landinu,“ segir hann.

Þuríður Harpa segir það alveg borðleggjandi að

Réttur barna skýr

Þuríður Harpa Sigurðar­dóttir, for­maður Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, segir það alveg skýrt að réttur barns til menntunar við sitt hæfi án mis­mununar vegna fötlunar eða heilsu nýtur verndar al­þjóð­legra mann­réttinda­skuld­bindinga sem Ís­land hefur undir­gengist, þar með talið Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu, samnings Sam­einuðu þjóðanna um réttindi barnsins og samnings Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

„Það var leitað til okkur að stíga inn í þetta verk­efni og þegar við höfðum skoðað það fannst okkur það borð­leggjandi. Það er fögur stefna sett fram með skóla án að­greiningar sem er í anda þess sem við vinnum með. Við viljum sjá sam­fé­lag sem tryggir þátt­töku allra óháð fötlun, kyni, kyn­þætti og öllu slíku. Allt sem greinir okkur að sem ein­stak­linga,“ segir Þuríður Harpa en segir að því miður hafi stefnunni ekki fylgt sú að­stoð sem hún þurfti til að vera að fullu inn­leidd og því sé í raun að­eins um að ræða „orðin tóm“ og að stefnan hafi snúist upp í al­gera and­hverfu sína.