Sig­ríður Á. Ander­sen segir ekki erfitt að láta af störfum sem dóms­mála­ráð­herra, enda sé sviptingar ó­hjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur innan stjórn­málanna. 

„Það er nú bara þið fjöl­miðla­fólk sem haldið að þetta sé svona dramatískt,“ sagði Sig­ríður að­spurð um hvort erfitt hafi verið að láta form­lega af störfum sem dóms­mála­ráð­herra, eftir að hún gekk út af sínum síðasta ríkis­ráðs­fundi á Bessa­stöðum. 

„Í hugum og hjörtum okkar stjórn­mála­manna er þetta eitt­hvað sem við búumst við á hverjum degi. [...] Þetta eru stjórn­mál, pólitíkin, og við erum við­búin því að hlutirnir breytist,“ bætti hún við. „Það þarf engum að finnast eitt ðea neitt leiðin­legt. Ef þeim finnst það þá á það ekkert erindi í stjórn­mál.“ 

Sig­ríður sagði næstu skref nokkuð ó­ljós að svo stöddu, en að nú muni hún taka sæti sem ó­breyttur þing­maður og að á henni hvíli skylda að sitja í einni nefnd. Hvaða nefnd það verði liggi ekki fyrir á þessum tíma­punkti. Að­spurð sagðist hún ekki koma til með að skipta sér af störfum Þór­dísar Kol­brúnar, nýs dómsmálaráðherra, en sagði að öllum mætti vera ljóst að hennar skoðanir á mála­flokknum séu sterkar, og hún sé ekki á leiðinni að láta af þeim.