Stjórn Sjó­manna­fé­lags Ís­lands (SÍ) hefur boðið Heið­veigu Maríu Einars­dóttur að ganga í fé­lagið að nýju eftir að henni var vikið úr því á síðasta ári, skömmu fyrir kosningar um nýja stjórn þess.

Í frétt Vísis, sem greindi fyrst frá, segir að auki hafi henni boðið að taka sæti í samninga­nefnd sjó­manna á fiski­skipum vegna komandi við­ræðna vegna kjara­smaninga. 

Heið­veig lagði fé­lagið í Fé­lags­dómi á dögunum en hún kærði á­kvörðun SÍ um að víkja henni úr fé­laginu. Var fé­lagið dæmt til 1,5 milljónar króna sektar. Heið­veig kvaðst á­nægð með niður­stöðuna en fór fram á að kosið yrði til stjórnar að nýju. 

Heið­veig hafði boðað fram­boð til stjórnar SÍ en fékk þau skila­boð frá þá­verandi stjórn að hún væri ekki kjör­geng þar sem hún hefði ekki verið með­limur í fé­laginu í þrjú ár sam­fleytt. 

Frétta­blaðið náði ekki tali af Heið­veigu Maríu við vinnslu fréttarinnar. Ekki liggur fyrir hvort henni hugnist boð fé­lagsins, sem hún lítur svo á að hún hafi aldrei yfir­gefið sökum þess að brott­rekstur hennar var dæmdur ó­lög­mætur.

„Ég er fé­lags­maður í þessu fé­lagi og geri ský­lausa og ein­falda kröfu um það að ég geti fengið að kjósa mér stjórn og fé­lagar mínir fengið að bjóða sig fram,“ sagði Heiðveig eftir niðurstöðu Félagsdóms.