Ís­lensk tón­skáld furða sig á fréttum af þróun tón­listar­mála við Hall­gríms­kirkju vegna brott­reksturs Harðar Ás­kels­sonar úr starfi kantors. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Tón­skálda­fé­lagi Ís­lands en aðal­fundur fé­lagsins var í gær.

Hörður hefur áður opnað sig um upp­sögnina í sam­tali við Frétta­blaðið. Sagði hann að upp­sögnin væri spark í rassinn. Lýsti hann á­stæðum sem upp­söfnuðum mót­byr sem hann og List­vina­fé­lag Hall­gríms­kirkju hefðu orðið fyrir undan­farin ár.

Þá hefur Hugi Guð­munds­son, tón­skáld, áður sagt í sam­tali við blaðið að upp­sögnin sé að­för að ís­lensku lista­lífi. „Því er ekki ein­­­göng­­u veg­­ið að tón­l­ist­­ar­­­starf­­in­­u hér og nú held­­ur er kippt í burt­­u ein­­um af mátt­­ar­­­stólp­­um ís­­­lensks list­­a­l­ífs með ó­­­­­fyr­­ir­­­sjá­­an­­­leg­­um af­­­leið­­ing­­um um ó­­­komn­­a fram­­­tíð.“

Í til­kynningu frá Tón­skálda­fé­lagi Ís­lands segir að Hall­gríms­kirkja hafi verið í farar­broddi í söng­lífi þjóðarinnar síðustu fjöru­tíu árin. Undir for­ystu Harðar hafi verið byggt upp tón­listar­starf sem eigi sér helst hlið­stæður við það sem best gerist meðal ná­granna­þjóða.

„Nú hefur sóknar­nefnd kirkjunnar leyst upp þetta starf með þeim af­leiðingum að kantor kirkjunnar hættir störfum og kórar kirkjunnar hverfa á braut. Aðal­fundur Tón­skálda­fé­lags Ís­lands harmar þessa þróun og vísar því til yfir­stjórn­enda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfi­lega menningar­slysi sem hér hefur verið í upp­siglingu,“ eins og segir í til­kynningunni.

Menningar­starf í Hall­gríms­kirkju varði Ís­lendinga alla. Það sé krjúnu­djásn í starfi þjóð­kirkjunnar sem sú stofnun megi síst vera án. Segjast tón­skáldin þakka lista­fólki Hall­gríms­kirkju fyrir gefandi og skapandi sam­vinnu á síðustu ára­tugum, með von um að sam­starfið haldi á­fram um ó­komna fram­tíð.

Menningar­starfið í Hall­gríms­kirkju varðar Ís­lendinga alla og er það krúnu­djásn í starfi þjóð­kirkjunnar sem sú stofnun má síst vera án. Ís­lensk tón­skáld þakka lista­fólki Hall­gríms­kirkju fyrir gefandi og skapandi sam­vinnu á síðustu ára­tugum með von um að sam­starfið haldi á­fram um ó­komna fram­tíð.“

Á­lyktun fé­lagsins í heild sinni:

Ís­lensk tón­skáld eins og aðrir lands­menn furða sig á fréttum af þróun tón­listar­mála við Hall­gríms­kirkju. Kirkjan hefur verið í farar­broddi í söng­lífi þjóðarinnar síðustu fjör­tíu árin, og undir for­ystu kantors kirkjunnar, Harðar Ás­kels­sonar, hefur þar verið byggt upp tón­listar­starf sem helst á sér hlið­stæður við það sem best gerist meðal þjóðanna sem við berum okkur saman við. Nú hefur sóknar­nefnd kirkjunnar leyst upp þetta starf með þeim af­leiðingum að kantor kirkjunnar hættir störfum og kórar kirkjunnar hverfa á braut. Aðal­fundur Tón­skálda­fé­lags Ís­lands harmar þessa þróun og vísar því til yfir­stjórn­enda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfi­lega menningar­slysi sem hér hefur verið í upp­siglingu. Menningar­starfið í Hall­gríms­kirkju varðar Ís­lendinga alla og er það krúnu­djásn í starfi þjóð­kirkjunnar sem sú stofnun má síst vera án. Ís­lensk tón­skáld þakka lista­fólki Hall­gríms­kirkju fyrir gefandi og skapandi sam­vinnu á síðustu ára­tugum með von um að sam­starfið haldi á­fram um ó­komna fram­tíð