Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, gerði far­aldurinn og sótt­varnar­að­gerðir að um­tals­efni sínu á Al­þingi í dag. Hann sagði um­ræðuna hafa verið ein­sleita og yfir­völd einungis horfa til sótt­varnar­sjónar­miða. Hann sagðist síðan taka undir þær gagnrýnisraddir sem segja ríkis­stjórnin hafa brugðistvið taka til­lit til af­leiðinga sóttvarnaraðgerða.

„Við verðum að þora að taka um­ræðuna frá mörgum sjónar­hornum sem mér finnst hafa, eftir tveggja ára veru að verða í far­aldrinum, eins­korðast svo­lítið bara út frá sótt­varnar­sjónar­miðunum,“ sagði Vil­hjálmur.

„Ég get tekið undir það að ríkis­stjórnin hefur að mörgu leyti bara brugðist í þessu um það að hafa um­ræðuna víðar um af­leiðingarnar af tak­mörkunum og hvernig á að bregðast við,“ sagði Vil­hjálmur enn fremur og bætti við að það yrði að ræða eftir­köstin af að­gerðunum.

„Það er tölu­vert af fólki sem er þá kannski frekar á lágum launum sem hefur fallið úr starfi og þarf virkni stuðning komast aftur til starfa en hafa líka verið kannski bara 70 til 80% launum síðustu tvö árin og hafði ekki miklar tekjur fyrir.“

Vilhjálmur Árnason segir mikilvægt að ræða víðtakari áhrif sóttvarnaraðgerða.
Fréttablaðið/Anton Brink

Starfsfólk betur nýtt á spítalanum en í sýnatöku

Vil­hjálmur spurði í kjöl­farið um hvaða fé­lags­legu og and­legu á­hrif þetta hefur og hvernig ætlum við sem sam­fé­lag að takast á við þetta.

Hann benti einnig á að læknar séu nú byrjaðir að spyrja hvort það væri ekki betra að nýta starfs­fólk heil­brigðis­kerfisins í að þjónustu heil­brigðis­kerfið fremur en að vera taka sýni allan daginn. Þá þyrfti jafn­framt að skoða hvort það væri ekki betra að nýta fjár­munina sem fara í sýna­töku í að byggja upp heil­brigðis­kerfið.

„Við þurfum að þora að taka þessa um­ræðu. Fjöl­miðlar, al­þingis­menn og sam­fé­lagið allt,“ sagði Vil­hjálmur að lokum.

Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisnar, tók undir með Vil­hjálmi og benti á að Við­reisn hefur kallað eftir því lengi að þingið fengi meiri að­komu að þeim ráð­stöfunum sem gripið er í.

„Við fórum fram á það sem heil­brigðis­ráð­herra varð við á sínum tíma að hér yrði gefinn á tveggja vikna fresti skýrsla svona al­menns eðlis um stöðu sótt­varna mála, en við höfum tekið þetta að­eins lengra með því að senda for­seta Al­þingis bréf þar sem við óskum eftir því að heil­brigðis­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra og eftir at­vikum aðrir ráð­herrar gefi Al­þingi skýrslu sam­dægurs eða eins fljótt og auðið er í kjöl­far þessa til­tekna sótt­varnar­að­gerðir eru kynntar eða fram­lengdar af hálfu stjórn­valda,“ sagði Vil­hjálmur.

Fréttablaðið/Valli

„Afbragðs ræða“ hjá Vilhjálmi

Til­gangur skýrlsu­gjafarinnar væri þá að fá upp­lýsingar um for­sendur að baki á­kvörðunum um fyrir­hugaðan árangur og á­hrif á sam­fé­lagið.

„Það er ekki bara þing­flokkur Við­reisnar sem hefur verið kallað eftir þessu hér í þinginu. Á undan­förnum mánuðum hafa fleiri þing­menn gert og það var auð­vitað eftir­tektar­vert að heyra af­bragðs ræðu hátt­virts þing­manns Vil­hjálms Árna­sonar hér áðan þar sem hann benti mjög rétti­lega á það að ríkis­stjórnin hafi klikkað tals­vert mikið þegar kemur að því að veita þinginu tæki­færi til þess að sýna fram­kvæmdar­valdinu að­hald,“ sagði Sig­mar