Ríkis­ráð kom saman til fundar á Bessa­stöðum í dag. Auk þess að endur­stað­festa til­lögur sem sam­þykktar voru utan ríkis­ráðs frá síðasta ríkis­ráðs­fundi, undir­ritaði for­seti Ís­lands þrjá for­seta­úr­skurði vegna breytinga á skipan ráðu­neyta. Frá þessu er greint á vef for­sætis­ráðu­neytisins.

Þar eru úr­skurðirnir þrír birtir en þeir taka gildi á morgun, 1. febrúar 2022.

Um er að ræða for­seta­úr­skurð um skiptingu Stjórnar­ráðs Ís­lands í ráðu­neyti, for­seta­úr­skurð um skiptingu stjórnar­mál­efna milli ráðu­neyta í Stjórnar­ráði Ís­lands og for­seta­úr­skurð um skiptingu starfa ráð­herra.

Frá og með 1. febrúar, á morgun, mun Stjórnar­ráð Ís­lands skiptast í 12 ráðu­neyti:

For­sætis­ráðu­neyti
Dóms­mála­ráðu­neyti
Fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neyti
Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti
Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neyti
Heil­brigðis­ráðu­neyti
Inn­viða­ráðu­neyti
Mat­væla­ráðu­neyti
Menningar- og við­skipta­ráðu­neyti
Mennta- og barna­mála­ráðu­neyti
Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyti
Utan­ríkis­ráðu­neyti