Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hófst í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun.

Fundurinn er liður í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sem staðið hafa í viku.

Ætla má að efni fundarins séu ríkisfjármál.

Á föstudag gáfu formennirnir þingflokkum sínum skýrslu um stöðu viðræðanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þingflokkar jákvæðir gagnvart viðræðum flokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Á föstudag gáfu formennirnir þingflokkum sínum skýrslu um stöðu viðræðanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þingflokkar jákvæðir gagnvart viðræðum flokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf.