Tilnefninganefnd hefur skilað af sér skýrslu um tilnefningar stjórnarmanna hjá Festi. Hluthafafundur fer fram 14. júlí næstkomandi.

Hluti sitjandi stjórnar er tilnefndur en fjögur ný nöfn eru á listanum.

Einhugur er um að tilnefna Ástvald Jóhannsson, Björgólf Jóhannsson, Guðjón Reynisson, Magnús Júlíusson, Margréti Guðmundsdóttur, Sigurlínu Ingvarsdóttur, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur og Þóreyju Guðmundsdóttur til stjórnarkjörs á hluthafafundi í samræmi við tilmæli stjórnar. Guðjón er sitjandi stjórnarformaður.