For­menn stjórnar­flokkanna þriggja, Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sóknar­flokks og Vinstri Grænna, neituðu því í leið­toga­um­ræðum á RÚV í kvöld að þeir hefðu myndað „ó­form­legt kosninga­banda­lagi“ eins og Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, sagði að væri ekkert launungar­mál.

Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar.

For­menn ríkis­stjórnar­flokkanna þriggja voru þó sam­mála um að það væri eðli­legast ef þeir reyndu að ná saman á nýjan leik væri það mögu­leiki eftir kosningar.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sagði engan fót fyrir full­yrðingum Þor­gerðar Katrínar. „Það væri samt mjög ein­kenni­legt ef ríkis­stjórnin héldi veli að við settumst ekki niður og létum á það reyna hvort við náum saman,“ sagði hann engu að síður.

Katrín Jakobs­dóttir, for­maður Vinstri grænna, léði máls á því að aldrei hefði þriggja flokka ríkis­stjórn lokið kjör­tíma­bili. Það væri eðli­legast ef hún héldi meiri­hluta í kosningunum að þau ræddu saman en flokkur hennar væri ó­bundinn í að­draganda kosninga.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar, sagði flokks­fólk sitt á­nægt með stjórnar­sam­starfið. Það hefði komið fram í leið­toga­um­ræðunum. Hann sagði eins og þau Katrín og Bjarni að eðli­legast væri ef þau ræddu saman að loknum kosningum ef flokkar þeirra hefðu meiri­hluta. Flokkurinn væri engu að síður ó­bundinn.