Full­trúar Sam­fylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Við­reisnar í fjár­laga­nefnd hafa sam­einast um breytingar­til­lögur við fjár­laga­frum­varp ríkis­stjórnarinnar. Í til­kynningu frá flokkunum segir að á þeim stuttan tíma sem ríkis­stjórnin gaf þinginu til að vinna fjár­lögin hafi komið í ljós nokkur mál sem að þeirra mati eru aug­ljós­lega van­fjár­mögnuð og hafa þess vegna sam­einast um breytingar­til­lögu.

„Sam­eigin­leg for­gangs­röðun þessara flokka myndi búa til allt öðru­vísi fjár­lög, en með þessum til­lögum er einungis leitast eftir því að laga það allra mikil­vægasta og þau at­riði sem krefjast ekki kerfis­breytinga,“ segir í til­kynningunni.

Í gær var einnig greint frá því að sam­staða hafi verið innan stjórnar­and­stöðunnar um breytingar­til­lögu við fjár­auka­lög hvað varðar 53 þúsund króna styrk til ör­yrkja fyrir jólin.

Jón Stein­dór Valdimars­son, þing­maður Við­reisnar, sem reyndar er vara­þing­maður og tók sæti eftir hóp­smitið sem upp kom á Al­þingi, segir það al­ger­lega

„Þetta er nýtt að því leytinu til að við höfum á­kveðið að standa þétt saman að mál­efnum sem við eigum sam­leið um og með því móti að veita stjórninni verðugt að­hald,“ segir Jón Stein­dór.

Hann segir það þekkta um­ræðu að minni­hluti eða stjórnar­and­staða sé ó­sam­stæð og nái illa saman og segir að þau vilji núna vinna saman til að veita ríkis­stjórninni að­hald.

„Þetta er okkar að­ferð til að sýna að minni­hlutinn geti mjög vel unnið saman og sé sterk því að það er oft verið að spila að við séum veik og sundur­laus, en það er alls ekki þannig,“ segir Jón Stein­dór.

Í breytingar­til­lögunni eru til­tekin tíu at­riði sem minni­hlutanum þykir mikil­vægt að breyta strax eins og að stöðva kjarag­liðnun eldra fólks og ör­yrkja með því að tryggja að hækkun á líf­eyris­greiðslum verði í takt við lífs­kjara­samninga, að tekist verði á við rekstrar­vanda í heil­brigðis­kerfinu, að bætt verði við fjár­heimild til að fjár­magna sál­fræði­þjónustu og við ýmis með­ferðar­úr­ræði eins og hjá SÁÁ og Reykja­lundi.

Jón Steindór segir skrítið að koma inn við þessar aðstæður en hann tók sæti á þingi eftir að þingflokkur Viðreisnar greindist allur með Covid. Hann er þó öllu vanur því hann sat á þingi á síðasta kjörtímabili.

Þá er lagt til að tvö­falda stofn­fram­lög í al­menna í­búðar­kerfið, með á­herslu á upp­byggingu ó­dýrs leigu­hús­næðis, í­búðir fyrir fatlaða og nem­endur og að fram­lög til lofts­lags- og um­hverfis­mála verði aukin tölu­vert.

Jón Stein­dór segir að það sem þarna komi fram sé það sem að flokkarnir gátu náð sam­stöðu um.

„Við erum auð­vitað ó­líkir flokkar en við höfum lagt á okkur tals­verða vinnu við að finna sam­eigin­lega fleti og setjum þá fram þarna. Þetta er ekki óska­listi eins flokks heldur er þetta unnið þannig að hver flokkur geti vel við unað. Ef þetta hefði verið unnið í sitt­hvoru lagi þá liti þetta örugg­lega út,“ segir Jón Stein­dór.

Kostnaður við til­löguna er metinn á tíu milljarða króna og er hægt að skoða til­löguna hér.