Þing­menn voru með já­kvæðara móti gagn­vart þeim frum­vörpum ríkis­stjórnarinnar sem af­greidd voru í dag, sér­stak­lega 28 þing­menn stjórnar­and­stöðunnar sem allir mættu til að greiða stjórnar­frum­vörpum at­kvæði sitt. Að­eins 25 þing­menn ríkis­stjórnarinnar af 35 voru í þing­sal og stjórnar­and­staðan hafði þannig meiri­hluta við at­kvæða­greiðsluna.

Tíu stjórnar­liðar fjar­verandi

Þeir þing­menn sem voru fjar­verandi við flestar at­kvæða­greiðslur dagsins voru Andrés Ingi Jóns­son Vinstri grænum, Ás­mundur Einar Daða­son og Sigurður Ingi Jóhanns­son úr Fram­sóknar­flokknum auk sjö þing­manna Sjálf­stæðis­flokksins; Bjarna Bene­dikts­sonar, Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar, Jóns Gunnars­sonar, Óla Björns Kára­sonar, Páls Magnús­sonar, Vil­hjálms Árna­sonar og Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur.

Tvö frum­vörp um­hverfis­ráð­herra voru af­greidd; um stjórn­valds­sektir á grund­velli laga um hollustu­hætti og mengunar­varnir og breytingar á efna­lögum.

Helmingur ráðherra fjar­verandi

Frum­varp fé­lags- og barna­mála­ráð­herra um bætta réttar­stöðu leigj­enda í hús­leigu­lögum var sam­þykkt að ráð­herra sjálfum og átta þing­mönnum og ráð­herrum Sjálf­stæðis­flokksins fjar­verandi. Einn við­staddra stjórnar­þing­manna greiddi ekki at­kvæði; Brynjar Níels­son.

Sam­göngu­ráð­herra var fjar­verandi við at­kvæða­greiðslu um frum­varp hans um öryggi net- og upp­lýsinga­kerfa mikil­vægra inn­viða en var mættur til að greiða at­kvæði um ný um­ferðar­lög.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir var fjarri góðu gamni þegar þrjú af hennar frum­vörpum runnu gegnum þingið. Sem fyrr hljóp öll stjórnar­and­staðan undir bagga með stjórninni og veitti málum dóms­mála­ráð­herra brautar­gengi auk þeirra stjórnar­þing­manna sem máttu vera að því að mæta í at­kvæða­greiðsluna. Þeirra á meðal var fyrir­rennari Þór­dísar í ráðu­neytinu, Sig­ríður Á Ander­sen en mál þessi voru unnin á hennar vakt í ráðu­neytinu. Auk þeirra 10 þing­manna og ráð­herra stjórnarinnar sem voru fjar­verandi greiddu þing­menn mið­flokksins at­kvæði gegn til­slökun á helgi­daga­frið.

Tveimur frum­vörpum for­sætis­ráð­herra sem ætlað er að styrkja tjáningar­frelsi urðu að lögum í dag. Annars vegar út­víkkun á gildis­sviði upp­lýsinga­laga, sem fjallað var um í Frétta­blaðinu í dag og breytingar á stjórn­sýslu­lögum sem ætlað er að ein­falda þagnar­skyldu opin­berra starfs­manna og skýra reglu­verk um upp­ljóstranir opin­berra starfs­manna sem búa yfir upp­lýsingum um lög­brot eða hátt­semi innan stjórn­sýslunnar sem á erindi til al­mennings.

.

Fjögur frum­vörp mennta­mála­ráð­herra urðu einnig að lögum í dag; lög um lýð­há­skóla voru sam­þykkt, einnig breytingar á höfunda­lögum, lög um Sam­tök um evrópska rann­sóknarinn­viði og að lokum lög um vandaða starfs­hætti í vísindum þar sem þing­menn Mið­flokksins sátu hjá.