Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Flokks fólks­ins, Pír­at­a og Við­reisn­ar leggj­a sam­eig­in­leg­a fram frum­varp eft­ir helg­i til að bregð­ast við stöð­u þeirr­a ein­stak­ling­a sem nú stendur til að send­a úr land­i með fjöld­a­brott­vís­un.

Í sam­eig­in­leg­a til­kynn­ing­u frá flokk­un­um kem­ur fram að í frum­varp­in­u sé lagt til að nýtt á­kvæð­i verð­i sett til bráð­a­birgð­a sem fel­ur í sér að drátt­ur á máls­með­ferð um­sækj­end­a um al­þjóð­leg­a vernd, sem varð vegn­a heims­far­ald­urs Co­vid-19, verð­i ekki tal­inn á á­byrgð um­sækj­end­ann­a sjálfr­a og því skul­i taka um­sókn­ir þeirr­a til efn­is­legr­ar með­ferð­ar hafi þeir ver­ið hér í 12 mán­uð­i eða leng­ur.

„Ó­venj­u­marg­ir um­sækj­end­ur um al­þjóð­leg­a vernd hafa vegn­a far­ald­urs­ins dval­ið hér á land­i um lengr­i tíma, þar á með­al börn og ein­staklingar í sér­stak­leg­a við­kvæmr­i stöð­u, sem hafa vegn­a tím­ans byggt upp tengsl við land­ið. Það er nauð­syn­legt að bregð­ast strax við þess­um að­stæð­um og tryggj­a það að við send­um ekki fólk, sem þarf á vernd að hald­a, af land­i brott og í að­stæð­ur þar sem ör­ygg­i þess og heils­u er ógn­að,“ seg­ir í sam­eig­in­legr­i til­kynn­ing­u flokk­ann­a.

Lengri dvöl leiði til dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Þar er einn­ig lagt til að um­sækj­end­ur sem sótt­u um vernd á með­an heims­far­ald­ur Co­vid-19 stóð sem hæst og hafa ver­ið hér á land­i í 18 mán­uð­i eða leng­ur fái dval­ar­leyf­i á grund­vell­i mann­úð­ar­sjón­ar­mið­a.

„Fjöld­a­brott­vís­un­in sem hef­ur ver­ið í und­ir­bún­ing­i af hálf­u ís­lenskr­a stjórn­vald­a er ekki lag­a­leg nauð­syn, held­ur yrði slík fram­kvæmd pól­it­ísk á­kvörð­un stjórn­vald­a. Með fram­lagn­ing­u þess­a frum­varps leggj­a flutn­ings­menn til al­menn­a lausn fyr­ir þenn­an til­tekn­a hóp fólks á flótt­a, ein­staka að­gerð líkt og nauð­syn­legt hef­ur ver­ið að gera í fjöl­mörg­um öðr­um mál­um vegn­a heims­far­ald­urs­ins. Flutn­ings­menn telj­a ó­á­sætt­an­legt að taf­ir sem tengj­ast heims­far­aldr­in­um verð­i tald­ar á á­byrgð um­sækj­end­a sjálfr­a, enda var það ekki mark­mið nú­gild­and­i laga, held­ur fram­kvæmd sem stjórn­völd hafa tek­ið upp,“ seg­ir í sam­eig­in­legr­i til­kynn­ing­u.

Frum­varp­ið er í yf­ir­lestr­i verð­ur dreift á Al­þing­i á mán­u­dag­inn.