Í kvöld hefur göngu sína sjón­varps­þátta­röðin Stjórnandinn í um­sjón Huldu Bjarna­dóttur á Hring­braut. Þátta­röðin er upp­hitun fyrir ár­lega Viður­kenninga­há­tíð FKA þar sem at­hyglin beinist að fyrir­myndum og fjöl­breyti­leika í ís­lensku at­vinnu­lífi.

„Hring­braut hefur tekið að sér að fóstra upp­hitun fyrir Viður­kenningar­há­tíð FKA með miklum bravör. Með Stjórnandanum hefst niður­talningin í Há­tíðina fyrir al­vöru og við getum ekki verið lukku­legri með eitt stykki Huldu Bjarna­dóttur í bíl­stjóra­sætinu,“ segir Andrea Róberts­dóttir fram­kvæmda­stjóri Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu FKA.

„Hjá FKA erum við að vinna með hreyfi­afl, tengsla­net og sýni­leika og það gerum við á­fram en bara í takt við nýja tíma. Það er verið að mæta á­skorunum með sköpunar­krafti og þess vegna eflum við tengslin við Torg enn frekar,“ segir Andrea sem bendir á að Frétta­blaðið hefur gefið út sér­blað í tengslum við Viður­kenningar­há­tíðina og tengingin hefur því verið til staðar. „Svo hefur Sig­mundur Ernir og Hring­braut verið með kynja­bók­hald, verið hreyfi­afl frá upp­hafi og til mikillar fyrir­myndar. Meint yfir­taka kvenna gengur nefni­lega mjög hægt og sam­kvæmt pappírum er til­efni til að hafa á­hyggjur er kemur að jafn­réttinu þannig að það er mikil­vægt að vekja at­hygli á því góða starfi sem þarna hefur verið unnið,“ bætir Andrea við.

Hulda Bjarna­dóttir er lands­mönnum góð­kunn úr fjöl­miðla­heiminum auk þess hefur hún verið fram­kvæmda­stjóri Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu FKA. Í dag starfar Hulda á mann­auðs­sviði Marels þar sem hún leiðir al­þjóð­leg verk­efni af ýmsu tagi. „Hulda er mikil fyrir­mynd og þekkir starf FKA út og inn, veit ná­kvæm­lega hvað hún er að gera og hefur ein­lægan á­huga á að beina kastaranum að konum, fyrir­myndum og fjöl­breyti­leika,“ segir Andrea.

„Fram­lína ís­lensks við­skipta­lífs og fé­lags­konur FKA koma til með að fagna viður­kenningar­höfum að vanda í janúar og hvetjum við alla til að senda inn til­nefningar. Þær verða að berast fyrir há­degi á fimmtu­daginn þann 26. nóvember 2020 og þar getum við öll haft á­hrif á valið á konum sem verða heiðraðar á Viður­kenningar­há­tíðinni 27. janúar 2020. Hægt er að til­nefna konur í öllum þremur flokkunum eða bara einum flokki. Konurnar sem verða heiðraðar á há­tíðinni þurfa ekki að vera fé­lags­konur FKA heldur hvaðan sem er. Við þurfum hjálp frá al­menningi og at­vinnu­lífinu til að færa ó­líkan hóp kvenna af öllu landinu inn á radarinn,“ segir Andrea glöð í bragði og bendir á að hlekk til að til­nefna megi finna í frétta­veitu á for­síðu heima­síðu FKA.

Stjórnandinn er ný þátta­röð á Hring­braut í um­sjá Huldu Bjarna­dóttur á þriðju­dags­kvöldum klukkan 21.30.