Stjórn VM, Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, harmar þær rang­færslur sem fyrrum for­maður fé­lagsins hefur að undan­förnu við­haft um starf­semi VM í fjöl­miðlum.

Í yfir­lýsingu frá stjórninni segir að ekki standi til að sam­einast öðru fé­lagi og að það hafi fullt sjálf­ræði í öllum sínum málum þrátt fyrir fyrir­hugaða þátt­töku í sam­eigin­legum hags­muna­málum iðnaðar­sam­fé­lagsins sem fyrir­hugað er að verði undir merkjum 2F.

Þá segja þau telja þau á­sakanir sem hafa komið fram varðandi fjár­mál fé­lagsins al­var­legar og segja þær vega með grófum hætti að stjórn og starfs­mönnum fé­lagsins.

„Það skal tekið fram að árs­reikningar VM hafa undan­farin ár verið endur­skoðaðir af Ernst og Young án nokkurra at­huga­semda. Stjórn VM telur mikil­vægt að komandi for­manns­kjör snúist um mál­efni og stöðu fé­lags­manna VM,“ segir að lokum.