Stjórn Rík­is­út­varps­ins ætl­ar ekki að verð­a við kröf­um Sam­herj­a um að Helg­a Selj­an, frétt­a­mann RÚV, verð­i mein­að að fjall­a um mál­efn­i fyr­ir­tæks­ins.

Þett­a kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­u frá stjórn­inn­i sem birt var á vef RÚV.

Stjórn­in seg­ir mál­efn­i ein­stakr­a starfs­mann­a RÚV ekki fall­a inn­an starfs­sviðs henn­ar og hún hlut­ist ekki til um frétt­a­flutn­ing fjöl­mið­ils­ins, til dæm­is með því að meta hvað­a starfs­fólk sinn­i um­fjöll­un eða frétt­a­flutn­ing­i um til­tek­in mál­efn­i.

Slíkt sé á verk­svið­i hlut­að­eig­and­i dag­skrár­stjór­a, frétt­a­stjór­a sem og dag­skrár­gerð­ar­fólks og frétt­a­mann­a, á á­byrgð út­varps­stjór­a. Þess­u til stuðn­ings er vís­að til ann­arr­ar máls­grein­ar ell­eft­u grein­ar laga um Rík­is­út­varp­ið, núm­er 23/2013.

Í yf­ir­lýs­ing­u stjórn­ar­inn­ar seg­ir enn frem­ur að yf­ir­lýs­ing RÚV, sem sett var inn á vef þess er nið­ur­stað­a sið­a­nefnd­ar­inn­ar lá fyr­ir, sé frá út­varps­stjór­a og var­a­frétt­a­stjór­a kom­in vegn­a at­rið­a sem varð­a frétt­a­stof­un­a. Með hlið­sjón af þess­u muni stjórn RÚV ekki að­haf­ast frek­ar í mál­in­u.