Stjórn Ríkisútvarpsins kemur saman á reglulegum stjórnarfundi í dag. Meðal fundarefna á fundinum er krafa Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, um að einn fréttamanna RÚV, Helgi Seljan, fjalli ekki um málefni fyrirtækisins á vettvangi RÚV og að hann verði áminntur fyrir brot í starfi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Kjarninn greindi fyrst frá.

Samherji hefur krafist þess formlega með vísan til niðurstöðu siðanefndar RÚV um tjáningu Helga Seljan á Samfélagsmiðlum, að Helgi fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins á vettvangi Ríkisútvarpsins og vinni ekki að slíkri umfjöllun í samstarfi við aðra.

Einnig gerir fyrirtækið þá kröfu að Ríkisútvarpið áminni Helga Seljan fyrir brot í starfi, þrátt fyrir að óumdeilt sé að háttsemin sem fjallað er um í úrskurði siðanefndarinnar hafi verið viðhöfð í starfi og að nefndin hafi ekki lýst því yfir í úrskurði sínum að Helgi hafi gerst brotlegur í starfi.

Samherji krefjist breytingar á úrskurði

Í frétt Kjarnans um málið er vakin athygli á því að siðanefndin hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að Helgi hafi gerst brotlegur í starfi. Því sé Samherji að gera kröfu um að stjórn Rúv snúi ákvörðun siðanefndarinnar þar að lútandi.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi braut Helgi Seljan alvarlega gegn siðareglum RÚV að mati siðanefndarinnar. Athygli vakti þó að nefndin virðist ekki hafa rannsakað málið sérstaklega vel því meðal ummæla Helga Seljan sem fundið var að, vörðuðu alls ekki Samherja heldur fyrirtækið Eldum rétt.

„Ég trúð­i ekki mín­um eig­in aug­um. Að nefnd­in skul­i, eft­ir hálft ár með mál­ið til með­ferð­ar, dæm­a mig fyr­ir um­mæl­i þar sem ég var að hæð­ast að Sölk­u Sól, Emmsjé Gaut­a og Ilmi Kristj­áns­dótt­ur fyr­ir að leik­a í aug­lýs­ing­u fyr­ir Eldum Rétt. Ég trúð­i þess­u ekki þeg­ar ég sá þett­a og las úrskurðinn. Þett­a er mér ó­skilj­an­legt,“ sagði Helgi í samtalið við Fréttablaðið eftir að úrskurður siðanefndarinnar lá fyrir.

Siðanefndin lýsti því í kjölfar fréttaflutnings um málið yfir að umrædd ummæli yrðu fjarlægð úr úrskurðinum. Helgi mun þó ítrekað hafa bent nefndinni á að ummælin tengdust Samherja ekki á nokkurn hátt á meðan málið var til meðferðar hjá nefndinni.

Óttast áhrif úrskurðarins

Helgi tjáði sig einnig um kröfur Samherja um ritstjórnarstarf á fréttastofu Rúv í fyrrnefndu viðtali.

„Sam­h­erj­­i vill bann­a mér að fjall­­a um mál­­efn­­i fyr­­ir­t­æk­­is­­ins. Hugs­­um að­­eins um það.“

„Sam­h­erj­­i vill bann­a mér að fjall­­a um mál­­efn­­i fyr­­ir­t­æk­­is­­ins. Hugs­­um að­­eins um það,“ sagði Helg­­i og velt­­i fyr­­ir sér hvað­­a á­hr­if úr­­­skurð­­ur­­inn muni hafa. Hann sagði þett­­a geta orð­­ið til þess að sjálfs­­rit­­skoð­­un, sem sé nú þeg­­ar al­v­ar­­legt vand­­a­­mál í fjöl­­miðl­­um, auk­­ist enn frek­­ar.

Tilraun til að þagga niður í fréttamönnum

Félag Fréttamanna sendi frá sér ályktun um málið á laugardag. Þar kallar stjórnin eftir endurskoðun siðareglnanna.

„Ákvæði þeirra um bann við tján­ingu á sam­fé­lags­miðlum er notað til að hefta tján­ing­ar­frelsi frétta­manna og í til­raunum til að þagga niður í frétta­mönnum og umfjöllun þeirra. Frétta­menn geta illa setið undir því að siða­reglur RÚV séu not­aðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í álykt­un­inni.