Stjórn RÚV aug­lýsti laust starfs út­varps­stjóra í Frétta­blaðinu í morgun en Magnús Geir Þórðar­son lét af störfum sem út­varps­stjóri í gær. Margrét Magnús­dóttir, skrif­stofu­stjóri RÚV, er nú starfandi út­varps­stjóri en um­sóknar­frestur fyrir stöðuna er til og með 2. desember næst­komandi.

„Leitað er að öflugum og reyndum leið­toga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar,“ segir í aug­lýsingunni en ráðið er í stöðuna til fimm ára og þurfa um­sækj­endur að upp­fylla hæfnis­skil­yrði sem koma fram í lögum Ríkis­út­varpsins.

Magnús tók við starfi út­varps­stjóra fyrir sex árum en hann var í byrjun nóvember skipaður þjóð­leik­hús­stjóri af Lilju Al­freðs­dóttur og tekur við því starfi um ára­mótin. Um­sækj­endur fyrir stöðu út­varps­stjóra þurfa að skila inn ítar­legum starfs­feril­skrám og kynningar­bréfi þar sem gerð er grein fyrir á­stæðu um­sóknar auk rök­stuðningi fyrir hæfni við­komanda.

Auglýsingin birtist í atvinnublaði Fréttablaðsins í morgun.