Alls verð­­a um 700 börn á aldr­­in­­um 13 til 17 ára vist­­uð í hús­­næð­­i í Tex­­as sem opn­­að­­i á mán­­u­d­ag­­inn. Þett­­a er fyrst­­a nýja hús­­næð­­ið fyr­­ir börn í hæl­­is­­leit sem opn­­að er af stjórn Joe Bid­­ens Band­­a­­ríkj­­a­­for­­set­­a. Lög­­fræð­­ing­­ar í inn­fl­ytj­­end­­a­­mál­­um og bar­­átt­­u­­fólk velt­­ir fyr­­ir sér hvers vegn­­a Bid­­en hef­­ur á­­kveð­­ið að end­­ur­­opn­­a hús­­næð­­ið, sem opn­­að­­i fyrst sum­­ar­­ið 2019.

Stjórn Don­ald Trumps, for­ver­i Bid­ens í em­bætt­i, opn­að­i hús­næð­ið upp­haf­leg­a. Það var afar um­deilt á sín­um tíma og því harð­leg­a mót­mælt að vist­a börn með þess­um hætt­i. Opin­ber­ir starfs­menn segj­a að um nauð­syn­leg­ar að­gerð­ir sé að ræða vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins sem tak­mark­ar hve mörg börn má vist­a í hverj­u rými.

Móð­ir og barn henn­ar í mótt­tök­u­mið­stöð fyr­ir hæl­is­leit­end­ur í Tex­as árið 2018.
Fréttablaðið/Getty

Á sama tíma hafi börn­um án fylgd­ar­manns sem komi yfir land­a­mær­in frá Mex­ík­ó fjölg­að og voru þau aldr­ei fleir­i en í jan­ú­ar mið­að við sama mán­uð und­an­far­in ár en þau voru fleir­i 5700.

Hús­næð­ið stendur á tæp­leg­a 27 hekt­ar­a svæð­i í Carr­izz­o Springs í Tex­as. Þar eru fjöld­inn all­ur af fær­an­leg­u hús­næð­i þar sem börn­in verð­a vist­uð, stórt tjald þar sem börn­in fá að borð­a, fót­bolt­a- og körf­u­bolt­a­völl­ur. Auk þess er stórt sjúkr­a­tjald, hús­næð­i fyr­ir skól­a­kennsl­u og hár­snyrt­i­stof­a. Stefnt er að því að loka því þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn er yf­ir­stað­inn.

„Þett­a er ó­þarf­i, þett­a er kostn­að­ar­samt og þett­a geng­ur gegn öllu sem Bid­en lof­að­i að gera. Þett­a er skref aft­ur á bak, ekk­ert ann­að. Þett­a er ris­a­stórt skref aft­ur á bak,“ seg­ir lög­fræð­ing­ur­inn Lind­a Brand­mill­er, sem sér­hæf­ir sig í mál­efn­um inn­flytj­end­a, í við­tal­i við Was­hingt­on Post.

Í kosn­ing­a­bar­átt­u sinn­i lof­að­i Bid­en því að drag­a til baka harð­ar að­gerð­ir for­ver­a síns í mál­efn­um hæl­is­leit­end­a og inn­flytj­end­a. Á fyrst­a mán­uð­i sín­um í em­bætt­i hef­ur Bid­en und­ir­rit­að fjöld­ann all­an af for­set­a­til­skip­un­um til að af­nem­a að­gerð­ir Trumps.

Í síð­ust­u viku kynnt­i hann og sam­flokks­menn hans úr röð­um Dem­ó­krat­a í full­trú­a­deild Band­a­ríkj­a­þings á­ætl­un til að veit­a um 11 millj­ón­um ó­lög­legr­a inn­flytj­end­a tæk­i­fær­i til að öðl­ast rík­is­borg­ar­a­rétt.

Joe Bid­en og Don­ald Trump.
Fréttablaðið/Getty

Bid­­en hef­­ur einn­­ig slak­­að á regl­­um um brott­­rekst­­ur barn­­a án fylgd­­ar­­manns úr land­­in­­u og leyft þeim að fara yfir land­­a­­mær­­in. Þett­­a er ein á­­stæð­­a fjölg­­un­­ar barn­­a sem til Band­­a­­ríkj­­ann­­a koma að sögn hins op­­in­b­er­­a. Af­­stað­­a stjórn­­ar Bid­­ens er frá­hv­arf frá hug­­mynd­­a­­fræð­­i stjórn­­ar for­v­er­­a hans, sem byggð­­i á „lög­­um og regl­­u.“ Þett­­a seg­­ir Mark Web­­er, tals­m­að­­ur heil­br­igð­­is­r­áð­­u­n­eyt­­is­­ins, sem hef­­ur um­­­sjón með mál­­efn­­um barn­­a í hæl­­is­­leit.

Ráð­­u­n­eyt­­ið hef­­ur yfir að að­stöð­u fyr­ir rúm­leg­a þrett­án þús­und börn og rek­­ur í heild 200 búð­­ir fyr­­ir börn í hæl­­is­­leit. Þeim hef­­ur fjölg­­að um 80 á síð­­ust­­u fjór­­um árum. Nú eru um sjö þús­­und börn í um­­­sjá heil­br­igð­­is­r­áð­­u­n­eyt­­is­­ins.