Stjórn Ás­mundar­safns harmar stuldinn á styttu Ás­mundar Sveins­sonar, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu stjórnar safnsins sem fjallað er um í Morgun­blaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórn safnsins for­dæmi einnig þá rétt­lætingu á stuldinum að í verkinu felist rasískur undir­tónn.

„Í engum verka Ás­mundar, eða í ótal við­tölum sem við hann voru tekin, er neitt að finna sem gæti rétt­lætt þessa upp­á­komu. Með stuldinum og þeim á­sökunum sem honum fylgja er brotið gegn heiðri látins lista­manns undir yfir­skini list­sköpunar,“ segir í yfir­lýsingu stjórnar Ás­mundar­safns.

Fram kemur í Morgun­blaðinu að styttan sé eins og stendur í geymslu og að málið sé til rann­sóknar hjá lög­reglunni á Vestur­landi. Tveir eru með stöðu grunaðra í málinu.

Fjallað hefur verið ítar­lega um stuldinn en þær Steinunn Gunn­laugs­dóttir og Bryn­dís Björns­dóttir sem tóku verkið og bjuggu til úr því nýtt verk sögðu í lok síðasta mánaðar í við­tali við Frétta­blaðið að ekki væri um þjófnað að ræða og skoruðu á lög­reglu að skila verkinu fyrir framan Mars­hall­húsið þar sem þær höfðu sett nýja verkið upp.