Drífa Snæ­dal, for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, hjólar í skoðana­bræður sem hafa stigið fram og lýst því yfir að búá­halda­byltingin og ó­eirðirnar við þing­hús Banda­ríkjanna séu sam­bæri­legir at­burðir.

„Að líkja at­burðunum í Banda­ríkjunum við mót­mæli hér á landi, hvort sem er vegna hrunsins eða bar­áttunni fyrir nýrri stjórnar­skrá, er svo stjarn­fræði­lega lang­sótt að mig setur hljóða,“ skrifar Drífa á Face­book síðu sinni.

Vakið hefur at­hygli að fjöl­margir Sjálf­stæðis­menn hafi lýst því yfir að þeir séu á þessari skoðun. Meðal annars Hannes Hólm­steinn Gissurar­son prófessor, Elliði Vignis­son bæjar­stjóri Ölfuss, Sturla Böðvars­son, fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, og Jón Gunnars­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins. Þá hafa rit­stjórar Frétta­blaðsins og Morgun­blaðsins einnig gert við­líka saman­burð.

Stuðningsmenn Trump gerðu innrás á þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty

Valda­rán og mót­mæli ekki sam­bæri­leg

Drífa þver­tekur fyrir þetta og segir mót­mælin í Banda­ríkjunum vera af­leiðingu haturs­áróðurs og lygum Donald Trump, frá­farandi for­seta.

„Steininn tók svo úr þegar Trump bein­línis gerði til­raun til valda­ráns með því að neita að viður­kenna úr­slit kosninga og þrýsta á fólk að hag­ræða úr­slitum.“ Hið eitraða and­rúms­loft sem hafi ein­kennt valda­tíð Trump hafi síðar kristallast í inn­rás í banda­ríska þing­húsið.

„Þeir sem líkja þessu saman hafa engan skilning á muninum á réttinum til að mót­mæla og krefjast nýrra kosninga annars vegar og til­raun valda­stéttar til að beisla von­brigði, fá­fræði og hatur til að við­halda eða ræna völdum hins vegar,“ í­trekar Drífa.

„Eða er eðli­legt að bera saman ís­lenskan al­menning með potta og pönnur við trylltan öfga­hóp sem fer fram full­vopnaður og veifar fána Suður­ríkjanna, drifinn á­fram af hvítri yfir­burða­hyggju?“ spyr Drífa.

Til­raun til að þurrka út söguna

„Þessi á­róður er til­raun til að gera að engu hvernig stjórn­mála­menn á Ís­landi brugðust þjóðinni harka­lega með því að hleypa peninga­gírugum út­rásar­víkingum lausum á kostnað al­mennings sem þurfti að bera þungar byrgðar í kjöl­farið.“

Drífa var meðal þeirra sem mót­mælti þá á Austur­velli á sínum tíma. „ Það var ekki at­laga að lýð­ræðinu eins og sú sem fór fram í Banda­ríkjunum. Bús­á­halda­byltingin fór fram til bjargar lýð­ræðinu.“