Við­skipt­a­ráð Holl­yw­o­od í Band­a­ríkj­un­um krafðist þess í bréfi að Hafn­ar­fjarð­ar­bær fjar­læg­i án taf­ar gran­ít­stjörn­u sem lögð var í gang­stétt­in­a í sum­ar til að heiðr­a tón­list­ar­mann­inn Björg­vin Hall­dórs­son. Í bréf­i við­skipt­a­ráðs­ins til bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarð­ar kem­ur fram að stjarn­an líki of um eft­ir stjörn­un­um sem lagð­ar eru til heið­urs fræg­a fólks­ins í Holl­yw­o­od á Frægð­ar­braut­inn­i, eða Walk of Fame. Stjarnan hefur nú verið fjarlægð. Fjallað var um málið ífundargerð bæjarráðs frá því í gær.

Björg­vin Hall­dórs­son vild­i lít­ið tjá sig um mál­ið þeg­ar Frétt­a­blað­ið hafð­i sam­band við hann en sagð­i að mál­ið væri ein­falt, stjarn­an hefð­i ver­ið of lík og að hún hafi ver­ið höf­und­ar­rétt­ar var­in.

„Þett­a er höf­und­ar­var­ið. Þess­i stjarn­a þótt of lík Holl­yw­o­od stjörn­unn­i og var þess vegn­a fjar­lægð,“ seg­ir Björg­vin í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Hann vís­að­i á bæj­ar­stjór­a Hafn­ar­fjarð­ar og rekstr­ar­að­il­a Bæj­ar­bí­ó varð­and­i frek­ar­i fyr­ir­spurn­ir.

Beðin um ítarlegar upplýsingar

Í bréf­in­u frá viðskiptaráði Hollywood er bær­inn beð­inn að hafa sam­band við Glob­al Icons, sem fer með höf­und­ar­rétt hug­verks­ins, til að ræða það hvern­ig megi finn­a lausn á vand­an­um. Þá er Hafn­ar­fjarð­ar­bær beð­inn að send­a þeim skjöl sem út­skýr­i ná­kvæm­leg­a notk­un þeirr­a stjörn­unn­i, skjá­skot af aug­lýs­ing­a­efn­i tengt stjörn­unn­i og trygg­ing­u fyr­ir því að þau hafi fjar­lægt stjörn­un­a.

Ekki höfundarvarið á Íslandi, en fjarlægðu samt stjörnuna

Bæn­um barst bréf­ið í ág­úst á þess­u ári, sem er ekki löng­u eft­ir að stjarn­an var af­hjúp­uð í júlí, en svar­að­i því núna í desember. Þar kem­ur fram að Bæj­ar­bí­ó, sem sé eink­a­rek­ið fyr­ir­tæk­i, hafi haft sam­band við bæj­ar­yf­ir­völd um að leggj­a slík­ar stjörn­ur til heið­urs tón­list­ar­mann­a í göt­un­a en hafi þurft leyf­i bæj­ar­ins því gang­stétt­in sé eign bæj­ar­ins.

Bæj­ar­yf­ir­völd segj­a að þau hafi ekki ætl­að sér að nota vernd­að vör­u­merk­i eða höf­und­ar­var­ið hug­verk í ó­leyf­i og segj­a enn frem­ur að þau telj­i ekki að Bæj­ar­bí­ó hafi ætl­að sér að gera það held­ur. Þau taka fram að þau við­ur­kenn­i höf­und­ar­rétt Holl­yw­o­od-stjarn­ann­a og hafi því fjar­lægt stjörn­un­a en taka þó fram í svar­i sínu að höf­und­ar­rétt­ur­inn er ekki skráð­ur á Ís­land­i og þrátt fyr­ir að hann hafi ver­ið við­ur­kennd­ur í Evróp­u þá sé Ís­land ekki hlut­i af Evróp­u­sam­band­in­u og því alls ekki full­víst að rétt­ur­inn yrði við­ur­kennd­ur hér, þótt hann hafi ver­ið við­ur­kennd­ur þar.