Karl­maður var fyrir helgi dæmdur til þriggja mánaða skil­orðs­bundins fangelsis fyrir að hafa, að kvöldi föstu­dagsins 17. maí 2019, á heimili sínu stillt far­síma sínum upp inni á bað­her­bergi og tekið upp mynd­skeið af tveimur stúlkum, sem báðar voru ó­lög­ráða, þar sem þær voru naktar eða hálf­naktar að skipta um föt.

Með hegðun sinni særði maðurinn blygðunar­semi þeirra og sýndi af sér ó­sið­legt at­hæfi. Það varðar bæði við al­menn hegningar­lög og barna­verndar­lög.

Fram kemur í dómi að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsi­vert brot og að litið sé til greið­legrar játningar hans og eins til þess hvað honum gekk til með brotinu sem beint var að ungum stúlkum. Refsing var því talin hæfi­leg þrír mánuðir og fellur hún niður eftir tvö ár haldi hann skil­orð.

For­eldrar stúlknanna kröfðust einnar milljónar í skaða­bætur fyrir hvora stúlku en dómurinn taldi hæfi­legt að þeim yrði báðum dæmdar 300 þúsund krónur í skaða­bætur.

Dómurinn er að­gengi­legur hér í heild sinni.