Björgunar­sveitin Þor­björn kláraði að stika nýja göngu­leið að gosinu í Mera­dölum um ellefu­leytið í gær­kvöldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá sveitinni.

„Leiðin er tæpir 7 km og á morgun ætlum við að reyna að gefa út leiðina fyrir gps tæki,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir að leiðin sé ein­föld. Hún hefst við göngu­leið A og á Stór­hol má finna nýjar stórar stikur með gráu endur­skini.

Þá minnir björgunar­sveitin alla á að vanda hvar þeir leggja bílnum sínum, eins og segir í til­kynningunni.