Björgunarsveitin Þorbjörn kláraði að stika nýja gönguleið að gosinu í Meradölum um ellefuleytið í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitinni.
„Leiðin er tæpir 7 km og á morgun ætlum við að reyna að gefa út leiðina fyrir gps tæki,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir að leiðin sé einföld. Hún hefst við gönguleið A og á Stórhol má finna nýjar stórar stikur með gráu endurskini.
Þá minnir björgunarsveitin alla á að vanda hvar þeir leggja bílnum sínum, eins og segir í tilkynningunni.