Björgunar­sveitar­fólk frá björgunar­sveitinni Þor­birni í Grinda­vík gengu alla göngu­leiðina að eld­gosinu á Fagra­dals­fjalli, fram og til baka, í gær­kvöldi til að fjölga stikum á göngu­leiðinni.

Í færslu á Face­book-síðu sveitarinnar kemur fram að svarta­þoka hafi verið á svæðinu og snar­vit­laust veður.

„Verk­efnið var að fjölga stikum á göngu­leiðinni og setja á þær litað endur­skin til þess að draga enn frekar úr því að fólk villist á fjallinu. Verk­efnið tók rúmar sex klukku­stundir og náðist að klára það núna seint í kvöld,“ segir í færslunni sem birtist á tólfta tímanum í gær­kvöldi.

„Að gefnu til­efni biðjum við fólk um að fylgjast vel með til­kynningum frá lög­reglu, fara að fyrir­mælum við­bragðs­aðila og fara alls ekki á fjallið nema vel búin,“ segir í færslunni.