Íslandsdeild Amnesty International setti í dag stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi undir yfirskriftinni Þitt nafn bjargar lífi, í Hörpu.
Tilkomumikil, gagnvirk ljósainnsetning var frumsýnd en hún var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor, margmiðlunarfyrirtækið Gagarín og kvikmyndafyrirtækið Falcor.


Innsetningunni er ætlað að skapa víðtæka vitundarvakningu meðal almennings á Íslandi um hvernig má með einföldum en áhrifaríkum hætti hafa jákvæð áhrif á líf þolenda mannréttindabrota.
Gestum bauðst að stíga inn í aðstæður þar sem mannréttindabrot eru framin og stöðva þau á táknrænan hátt með skuggamynd sinni.


