Íslandsdeild Amnesty International setti í dag stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi undir yfirskriftinni Þitt nafn bjargar lífi, í Hörpu.

Tilkomumikil, gagnvirk ljósainnsetning var frumsýnd en hún var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor, margmiðlunarfyrirtækið Gagarín og kvikmyndafyrirtækið Falcor.

Gestum var boðið að skrifa undir tíu mál barna og ungs fólks undir 25 sem sæta mannréttindabrotum víða um allan heim. Nöfn þeirra sem skrifa undir birtast um leið í ljósainnsetningunni.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Leikarar lásu upp sögur þolenda frá Filippseyjum, Mexíkó, Íran og Suður-Súdan þar sem lögregluofbeldi, dauðarefsing, barátta fyrir réttindum kvenna og loftslagsréttlæti koma við sögu.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Innsetningunni er ætlað að skapa víðtæka vitundarvakningu meðal almennings á Íslandi um hvernig má með einföldum en áhrifaríkum hætti hafa jákvæð áhrif á líf þolenda mannréttindabrota.

Gestum bauðst að stíga inn í aðstæður þar sem mannréttindabrot eru framin og stöðva þau á táknrænan hátt með skuggamynd sinni.

Nanna Kristín Magnúsdóttir setti viðburðinn formlega.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Aldís Amah Hamilton leikkona og fjallkona las sögu þolanda.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson