Stíg­a­mót skor­a á dóms­mál­a­ráð­herr­a að skip­a nýj­an var­a­rík­is­sak­sókn­ar­a en nú gegnir Helgi Magnús Gunnarsson því embætti.

Í vik­unn­i „læk­að­i“ hann færsl­u hæst­a­rétt­ar­lög­manns­ins Sig­urð­ar Guðn­a Guð­jóns­son­ar, sem einn­ig gegn­ir em­bætt­i for­set­a dóm­stól­a KSÍ, þar sem hann fjall­að­i um mál Kol­beins Sig­þórs­son­ar og Þór­hild­ar Gyðu Arnars­dótt­ur. Þar birti Sigurður myndir úr lögregluskýrslu Þórhildar.

„Í fyrr­a­dag birt­i hæst­a­rétt­ar­lög­mað­ur og for­set­i dóm­stól­a KSÍ lög­regl­u­skýrsl­ur, með per­són­u­grein­an­leg­um gögn­um úr skýrsl­u­tök­u konu sem var að kæra of­beld­i. Enn og aft­ur bregst rétt­ar­vörsl­u­kerf­ið brot­a­þol­um of­beld­is þar sem gögn úr kerf­in­u kom­ast í hend­ur mann­a sem nýta þau til að rægj­a og drag­a úr trú­verð­ug­leik­a þol­and­a,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u frá sam­tök­un­um.

Þar seg­ir enn frem­ur að brot­a­lam­ir rétt­ar­kerf­is­ins séu marg­ar og mörg­um kunn­ar og eru sam­tök­in harð­orð þeg­ar þau gagn­rýn­a að á­vallt séu fundn­ar nýj­ar leið­ir til að nýta kerf­ið gegn þol­end­um.

Ekkert skrítið að konur kæri ekki

Nú birt­ir fag­að­il­i sem starfar inn­an kerf­is­ins sem lög­mað­ur lög­regl­u­skýrsl­ur á Fac­e­bo­ok í máli sem hann hef­ur enga bein­a að­kom­u að. Í of­an­á­lag „læk­ar“ var­a­rík­is­sak­sókn­ar­i færsl­un­a en hann gegn­ir em­bætt­i sem hef­ur úr­slit­a­vald um það hvort of­beld­is­mál fái á­heyrn dóm­ar­a eður ei. Stund­um er tal­að um að fólk inn­an kerf­is­ins sé vel­vilj­að og all­ir séu að gera sitt best­a – það sé bara flók­ið að ná fram sak­fell­ing­um og sann­a brot,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i og bent á að þess­i fram­gang­a var­a­rík­is­sak­sókn­ar­a sýni „al­var­leg­an við­horfs­vand­a hátt­setts em­bætt­is­manns í kerf­in­u.

Þau segj­a að at­hæf­ið gefi ekki von um að menn­ing sem leyf­i sér að gera lít­ið úr brot­a­þol­um verð­i upp­rætt á næst­unn­i.

„…og það í kerf­in­u sem á ein­mitt að vernd­a þess­a sömu brot­a­þol­a.“

Stíg­a­mót seg­ir að það sé ekk­ert skrýt­ið við það að kon­ur kæri ekki of­beld­i eða segi ekki frá því.

„Rétt­ar­vörsl­u­kerf­ið pass­ar vel upp á það. Alltaf skul­u finn­ast nýir og nýir ang­ar þess sem nýtt­ir eru á ein­hvern hátt gegn brot­a­þol­a – til þess að hræð­a, þagg­a og lít­ils­virð­a. Þess­u verð­ur að linn­a,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Þar er svo skor­að á dóms­mál­a­ráð­herr­a að skip­a nýj­an var­a­rík­is­sak­sókn­ar­a, á alla stjórn­mál­a­flokk­a í fram­boð­i að leggj­a fram til­lög­ur um hvern­ig megi tryggj­a að rétt­ar­kerf­ið vernd­i fólk gegn of­beld­i en sé ekki verk­fær­i í hönd­um þeirr­a sem beit­a því og hjálp­ar­kokk­a þeirr­a og á alla fram­bjóð­end­ur til stjórn­ar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finn­ist eðl­i­legt að mað­ur gegn­i trún­að­ar­störf­um fyr­ir hreyf­ing­un­a sem geng­ur fram með þess­um hætt­i gegn brot­a­þol­a of­beld­is.