Í dag spáir Veðurstofan norðan- og norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Það verða él N- og A-lands, en bjart veður á S- og SV-landi. Frost verður 0 til 9 stig.

Á morgun verður austlægari vindur og stormur syðst, en mun hægari vindur um landið norðaustanvert. Það verður snjókoma með köflum við suðvesturströndina, en annars úrkomulítið og kalt í veðri. Um kvöldið er útlit fyrir snjókomu víða sunnan- og vestanlands.

Á föstudag snjóar væntanlega áfram í stífri austanátt, þó einkum suðaustantil. Á Suðvesturlandi lægir líklega og styttir upp.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Austan 13-18 m/s og snjókoma með köflum við SV-ströndina, annars talsvert hægari og stöku él. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á föstudag:

Austan 8-15 m/s og snjókoma með köflum, en hægari og úrkomulítið á SV- og V-landi. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:

Austanátt með slyddu, snjókomu eða rigningu S- og A-lands, annars úrkomuminna. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag:

Austanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum SA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag og þriðjudag:

Suðlæg eða breytileg átt og él, hiti um frostmark.

Færð og ástand vega

Vetraraðstæður eru í öllum landshlutum. En er verið að kanna ástand á vegum og verið að hreinsa eftir nóttina.

Suðvesturland:

Þæfingsfærð er á Krýsuvíkurvegi, og í Kjósaskarði. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði, en annars hálka eða hálkublettir á vegum.

Vesturland:

Ófært er á Vatnaleiði, Bröttubrekku, og í Svínadal.

Vestfirðir:

Þæfingsfærð eða þungfært nokkuð víða og verið að hreinsa eftir nóttina.

Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru lokaðir.

Vegirnir um Klettsháls, Kleifaheiði og Gemlufallsheiði eru ófærir.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Flateyrarvegi.

Norðurland:

Víða ófært eða þæfingsfærð og eitthvað um éljagang en verið er að hreinsa eftir nóttina.

Vegirnir um Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og Þverárfjall eru ófærir. Verið er að moka Vatnsskarð.

Siglufjarðarvegur er lokaður og það sama gildir um Víkurskarð.

Það er þæfingsfærð, skafrenningur og óvissustig vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla.

Norðausturland:

Mikið um ófærð eða þæfingsfærð en verið að moka flestar leiðir eftir nóttina.

Mývatnsöræfi eru ófær.

Hólaheiði er lokuð.

Austurland:

Þæfingsfærð á flestum leiðum en verið að hreinsa eftir nóttina. Þæfingsfærð er á Fagradal.

Fjarðarheiði er ófær.

Suðurland:

Þæfingsfærð er á Reynisfjalli og verið að moka.