Í dag er útlit fyrir vaxandi austanátt, víða 8-13 m/s í dag, en 13-18 m/s við suðurströndina fram yfir hádegi. Það verður rigning á sunnanverðu landinu og einnig norðan heiða síðdegis. Í kvöld verður svo norðlægari vindur.

Leifar af fellibylnum Dorian ganga yfir landið í dag en hann er orðinn svo veikur að það mun líkjast hefðbundinni septemberlægð.

Á morgun er von á norðan og norðvestan 5-13 m/s og rigningu með köflum fyrir norðan, en lengst af verður þurrt syðra. Hiti verður 6 til 14 stig, mildast SA-til.

Það taka svo við suðvestlægar áttir fram að helgi, með skúrum um mestallt land. Það er von á næstu lægð á laugardaginn og hún virðist ætla að verða ansi blaut, en ekki mjög köld, hitinn verður yfirleitt um 5-10 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðan og norðvestan 5-13 m/s og rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 4 til 14 stig, mildast S-lands.

Á fimmtudag:

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða dálítil rigning. Hiti 4 til 9 stig að deginum.

Á föstudag:

Suðvestan 5-13 m/s, hvassast S-til. Skúrir, en úrkomulítið A-til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Austlæg átt og rigning, en vestlæg átt um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir vestlæga átt með rigningu eða skúrum, einkum vestantil. Heldur kólnandi.