64 ára gömul kona á Sikiley er sögð hafa ráðið fjóra menn tengdir sikileysku mafíunni til að myrða fyrrverandi elskhuga hennar, sem stal af henni gimsteinum. Mennirnir myrtu elskhugann með því að steypa hann lifandi inn í súlu, að því er fram kemur á vef Guardian.

Maðurinn, sem hét Lamaj Astrid, hvarf árið 2013 en lík hans fannst ekki fyrr en sex árum síðar þegar verið var að endurnýja villuna þar sem umrædd súla var að finna. Eru mennirnir fjórir taldir tengjast voldugri mafíufjölskyldu að nafni Riesi á eyjunni en þegar að konan frétti af því að líkið hefði fundist, reyndi hún að flýja með því að koma sér á nærliggjandi flugvöll en var stöðvuð af lögreglunni.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að konan hafi haft tengsl inn í umrædda fjölskyldu og hátt settur mafíuforingi hafi svo samþykkt að framkvæma morðið en borin voru kennsl á lík mannsins með því að bera kennsl á þau föt sem hann var í.

Salvatore Lup, prófessor í samtímasögu við Palermo háskóla segir í samtali við Guardian að morð með steypu séu afar algeng meðal sikileysku mafíunnar. „Og það er í rauninni rökrétt því að ef að líkið finnst ekki að þá hægist auðvitað á lögreglu rannsókninni.“