Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar líkti komandi kosningabaráttu í ræðu sinni á þingi í dag, sem nokkurs konar „langdregnum öskudegi“ Störf þingsins voru rædd í upphafi þingfundar í dag, á öskudag.

„Þá koma stjórnmálamenn fyrir augu og eyru almennings og fara með einhvers konar prógramm og eru í einhvers konar búningi og fá að launum einhvers konar nammi“

Þá verði flestir flokkarnir búnir að steypa yfir sig „skikkjum jafnaðarstefnunnar“ og munu látast vera fulltrúar jafnréttisbaráttunnar. „ ...þegar menn tala um það hvernig þeir vilji loka skattaskjólum, t.d. þótt þessar stundirnar séu ríkisstjórnarflokkarnir einmitt að leggja niður starf skattrannsóknarstjóra og stroka Panama endanlega út af landakortinu, þeir muni tala um barnabætur þó reyndar sé sú að hér á landi eru barnabætur lægri en á Norðurlöndum og frekar litið á þær sem fátækrastyrk en réttindi foreldra,“ kom fram í ræðunni.

„Þeir munu harmar skerðingar á almannatryggingakerfinu og fer munu harma fátækt þó að þeir neiti að tryggja lágmarksafkomu atvinnuleitenda og þannig má lengi telja. Þá munu kjósendur þurfa að þekkja sauðina frá höfrunum“, sagði Guðmundur Andri