Ný greining erfðagagna frá Kína tengja saman heimsfaraldurinn við þvottabirni [e. raccoon dog] en uppruni Covid-19 veirunnar hefur frá upphafi verið mikið hita mál. Frá upphafi faraldursins hafa tvær hugmyndir um uppruna veirunnar verið vinsælastar, að veiran hafi lekið út af vísindastofu og að veiran komi frá villtum dýrum. Vísindamenn hafa þó alltaf haldið sig við þá skoðun að veiran eigi upptökur sínar af eðlilegum orsökum.
Teymi veirufræðinga, erfðafræðinga og þróunarlíffræðinga telja sig hafa fundið gögnin sem vantar til að finna rót veirunnar. Þvottabirnir sem voru ólöglega seldir á markaði í Kína eru taldir hafa dreift veirunni í lok 2019. Það er talin vera líklegri orsök veirunnar en þær tilgátur sem áður hefur verið varpað fram.
„Það bendir allt til þess að dýr á þessum markaði voru sýkt. Það er í raun ekkert annað sem gengur upp“ segir Seema Lakdawala, veirufræðingur í Emory háskólanum sem kom þó ekkert að rannsókninni. Sýnin voru tekin á básunum á markaðinum í kringum upphaf faraldursins og reyndust jákvæð. Þessi rannsókn útlokar ekki að veiran sé af völdum annarra dýra. The Atlantic greinir nánar frá málinu.