Ný greining erfðagagna frá Kína tengja saman heims­far­aldurinn við þvotta­birni [e. raccoon dog] en upp­runi Co­vid-19 veirunnar hefur frá upp­hafi verið mikið hita mál. Frá upp­hafi far­aldursins hafa tvær hug­myndir um upp­runa veirunnar verið vin­sælastar, að veiran hafi lekið út af vísinda­stofu og að veiran komi frá villtum dýrum. Vísinda­menn hafa þó alltaf haldið sig við þá skoðun að veiran eigi upp­tökur sínar af eðli­legum or­sökum.

Teymi veiru­fræðinga, erfða­fræðinga og þróunar­líf­fræðinga telja sig hafa fundið gögnin sem vantar til að finna rót veirunnar. Þvotta­birnir sem voru ó­lög­lega seldir á markaði í Kína eru taldir hafa dreift veirunni í lok 2019. Það er talin vera lík­legri or­sök veirunnar en þær til­gátur sem áður hefur verið varpað fram.

„Það bendir allt til þess að dýr á þessum markaði voru sýkt. Það er í raun ekkert annað sem gengur upp“ segir Seema Lak­dawala, veiru­fræðingur í Emory há­skólanum sem kom þó ekkert að rann­sókninni. Sýnin voru tekin á básunum á markaðinum í kringum upp­haf far­aldursins og reyndust já­kvæð. Þessi rannsókn útlokar ekki að veiran sé af völdum annarra dýra. The Atlantic greinir nánar frá málinu.