Innlent

Stephen Hawking látinn

Breski vísindamaðurinn lést á heimili sínu í Cambridge í nótt, 76 ára að aldri.

Stephen Hawking.

Breski vísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 

„Við erum full sorgar yfir því að faðir okkar skuli vera fallinn frá,“ segir í yfirlýsingu frá börnum hans, Lucy, Robert og Tim. Hann lést á heimili sínu í Cambridge.

Hawking fæddist 8. janúar 1942 og lét fljótt til sín taka í vísindunum. Heimurinn var honum hugleikinn og þá einkum uppruni hans. Hann lagði aðallega stund á kennilega eðlisfræði og stjörnufræði. 

Þegar hann var 21 árs greindist hann með blandaða hreyfitaugahrörnun, eða ALS-sjúkdóminn, sem ræðst á mænuna og veldur lömun. Sögðu læknar honum að hann ætti tvö ár eftir ólifuð. Árin urðu þó 55 talsins og tjáði Hawking sig að mestu í gegnum talgervil.

Eftir hann liggja fjölmörg rit, verk og kenningar á hinum ýmsu sviðum vísindanna. Þekktasta verk hans er eflaust Saga tímans, sem gefin var út árið 1988. Hefur hún selst í yfir tíu milljónum eintaka og verið þýdd yfir á hátt í fjörutíu tungumál.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Innlent

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Innlent

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Auglýsing

Nýjast

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Borgin sýknuð af bótakröfum skólaliða

Veiði­gjalda­frum­varpið sam­þykkt á Al­þingi

Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru

Vilja koma í veg fyrir „ó­aftur­kræf náttúru­spjöll“

Þak­plötur og lausir munir fuku í storminum

Auglýsing