Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra sagði það ekki standast skoðun að stúdentar hafi skildir eftir í í að­gerðum ríkis­stjórnarinnar til að mæta efna­hags­á­standinu vegna kórónu­veirunnar.

Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrir­spurn Guð­mundar Inga Kristins­sonar, þing­manni Flokk fólksins.

Guð­mundur sagði að í gegnum kórónu­veirufar­aldurinn hafa að­gerðir stjórn­valda í þágu stúdenta ekki verið hald­bærar. Þannig væru þeir látnir sitja eftir á sama tíma og unnið væri hörðum höndum við að mæta efna­hags­legum á­hrifum far­aldursins á öðrum sviðum sam­fé­lagsins.

Hann benti á þá stað­reynd 72% stúdenta vinna sam­hliða námi og hafa frá 1. janúar 2010 hafa stúdentar með lögum at­vinnu­leysis­bóta­rétt greitt fjóra milljarða í at­vinnu­leysi því um gjöld án nokkurra bóta­réttar.

Sagið hann nauð­syn­legt að stúdentar ættu rétt á at­vinnu­leysis­bótum og ríkis­stjórnin ætti að beita sér að lang­tíma­lausnum fyrir fjár­hags­legt öryggi stúdenta og spurði jafn­framt for­sætis­ráð­herra hvort stúdentar ættu ekki betra skilið?

Katrín sagði það af og frá að stúdentar hefðu verið skildir eftir í að­gerðum ríkis­stjórnarinnar og að mál­efni náms­manna hafi alltaf verið í for­grunni.

„Bæði með því að styðja mun betur við há­skóla­stigið en áður var gert með auknum fram­lögum bæði til há­skóla­náms og rann­sókna og vísinda. Síðan var gripið til sér­stakra co­vid-tengdra að­gerða síðasta sumar,“ svaraði Katrín.

„Ég hlýt líka að minna háttvirtann þing­mann á aðgerðir sem annars vegar miðuðu að því að tryggja stúdentum sumar­störf við hæfi í sam­vinnu við sveitar­fé­lögin og hins vegar var ný­sköpunar­sjóður náms­manna stór­efldur. Þegar gripið var til þeirrar að­gerðar mátti sjá alveg gríðar­legan á­huga hjá stúdentum að nýta sér ein­mitt það að ráðast í verk­efni tengt sínu námi á launum. Mennta­sjóður náms­manna er sannar­lega ekki Covid- tengt úr­ræði en er bara hluti af stefnu­mörkun ríkis­stjórnarinnar til að koma betur til móts við náms­menn í þessu landi,“ sagði Katrín enn fremur.

Bótarétti stúdenta breytt í tíð vinstri stjórnarinnar

Guð­mundur Ingi spurði að nýju hvernig stæði á því að náms­menn hafi lagt fjóra milljarða í at­vinnu­leysis­trygginga­sjóð en gætu ekki fengið bætur.

Katrín rifjaði það upp að í tíð ríkis­stjórnar Vinstri hreyfingarinnar – græns fram­boðs og Sam­fylkingar var á­kveðið að breyta bóta­rétti náms­manna sem hafa nám að aðal­starfi vegna reynslunnar eftir hrun.

„ Í staðinn var á­kveðið að reyna að tryggja náms­mönnum fram­færslu að sumri til og ein­beita sér að því að bæta stuðnings­kerfi náms­manna þá í gegnum lána­sjóð ís­lenskra náms­manna nú í gegnum Mennta­sjóð náms­manna. Þar hafa veru verið sömu sjónar­mið sem ríkis­stjórnin hefur haft til grund­vallar. Það er að við eigum að reyna að tryggja náms­mönnum að sjálf­sögðu fram­færslu alveg eins og um að tryggja öllum fram­færslu. Það gerum við í gegnum öflugt stuðnings­kerfi Mennta­sjóðsins,“ sagði Katrín.