Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði það ekki standast skoðun að stúdentar hafi skildir eftir í í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagsástandinu vegna kórónuveirunnar.
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokk fólksins.
Guðmundur sagði að í gegnum kórónuveirufaraldurinn hafa aðgerðir stjórnvalda í þágu stúdenta ekki verið haldbærar. Þannig væru þeir látnir sitja eftir á sama tíma og unnið væri hörðum höndum við að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins á öðrum sviðum samfélagsins.
Hann benti á þá staðreynd 72% stúdenta vinna samhliða námi og hafa frá 1. janúar 2010 hafa stúdentar með lögum atvinnuleysisbótarétt greitt fjóra milljarða í atvinnuleysi því um gjöld án nokkurra bótaréttar.
Sagið hann nauðsynlegt að stúdentar ættu rétt á atvinnuleysisbótum og ríkisstjórnin ætti að beita sér að langtímalausnum fyrir fjárhagslegt öryggi stúdenta og spurði jafnframt forsætisráðherra hvort stúdentar ættu ekki betra skilið?
Katrín sagði það af og frá að stúdentar hefðu verið skildir eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og að málefni námsmanna hafi alltaf verið í forgrunni.
„Bæði með því að styðja mun betur við háskólastigið en áður var gert með auknum framlögum bæði til háskólanáms og rannsókna og vísinda. Síðan var gripið til sérstakra covid-tengdra aðgerða síðasta sumar,“ svaraði Katrín.
„Ég hlýt líka að minna háttvirtann þingmann á aðgerðir sem annars vegar miðuðu að því að tryggja stúdentum sumarstörf við hæfi í samvinnu við sveitarfélögin og hins vegar var nýsköpunarsjóður námsmanna stórefldur. Þegar gripið var til þeirrar aðgerðar mátti sjá alveg gríðarlegan áhuga hjá stúdentum að nýta sér einmitt það að ráðast í verkefni tengt sínu námi á launum. Menntasjóður námsmanna er sannarlega ekki Covid- tengt úrræði en er bara hluti af stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að koma betur til móts við námsmenn í þessu landi,“ sagði Katrín enn fremur.
Bótarétti stúdenta breytt í tíð vinstri stjórnarinnar
Guðmundur Ingi spurði að nýju hvernig stæði á því að námsmenn hafi lagt fjóra milljarða í atvinnuleysistryggingasjóð en gætu ekki fengið bætur.
Katrín rifjaði það upp að í tíð ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar var ákveðið að breyta bótarétti námsmanna sem hafa nám að aðalstarfi vegna reynslunnar eftir hrun.
„ Í staðinn var ákveðið að reyna að tryggja námsmönnum framfærslu að sumri til og einbeita sér að því að bæta stuðningskerfi námsmanna þá í gegnum lánasjóð íslenskra námsmanna nú í gegnum Menntasjóð námsmanna. Þar hafa veru verið sömu sjónarmið sem ríkisstjórnin hefur haft til grundvallar. Það er að við eigum að reyna að tryggja námsmönnum að sjálfsögðu framfærslu alveg eins og um að tryggja öllum framfærslu. Það gerum við í gegnum öflugt stuðningskerfi Menntasjóðsins,“ sagði Katrín.