Íslenska þáttaröðin Stella Blómkvist fékk tæpar 112 milljónir króna endurgreiddar úr ríkissjóði. Kvikmyndin Ég man þig eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur fékk rúmar 60 milljónir endurgreiddar og Biggest Looser rúmar 40 milljónir. Greint er frá þessu í yfirliti sem birt er á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Ríkissjóður endurgreiðir allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði í tengslum við sjónvarps- og kvikmyndaramleiðslu. Þriggja manna nefnd er skipuð til þess að meta unsóknir um endurgreiðslur og hefur hún aðsetur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Skilyrði er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. 

Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hafi meira en 80 prósent af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta á við um framleiðslu á kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþátta. 

Meðal annarra verkefna sem endurgreiðslu úr ríkissjóði má nefna þáttarröðina Mannasiði sem fékk 22 milljónir og Áramótaskaupið sem fékk rúmar 10 milljónir.