Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur á­kveðið að skipa Steinunni Val­dísi Óskars­dóttur skrif­stofu­stjóra yfir nýrri skrif­stofu jafn­réttis­mála í for­sætis­ráðu­neytinu. 

Um­sækj­endur um em­bættið voru 30 talsins. Ráð­gefandi hæfnis­nefnd mat sex um­sækj­endur vel hæfa og var Steinunn Val­dís ein þeirra. 

Steinunn Val­dís Óskars­dóttir lauk BA-prófi í sagn­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 1992 og við­bótar­diplóma í opin­berri stjórn­sýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var Steinunn Val­dís stjórnar­ráðs­full­trúi á launa­skrif­stofu fjár­mála­ráðu­neytis, borgar­full­trúi árin 1994-2007 og borgar­stjóri í Reykja­vík 2004-2006. Steinunn Val­dís átti sæti á Al­þingi 2007-2010. 

Frá 2011-2017 var hún sér­fræðingur og stað­gengill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu inn­viða í innan­ríkis­ráðu­neytinu. Frá febrúar 2017 hefur hún starfað sem sér­fræðingur og stað­gengill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu ferða­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu. 

Í frétt á vef ráðu­neytisins segir að Steinunn Val­dís hafi víð­tæka þekkingu á jafn­réttis­málum. Hún starfaði meðal annars fyrir Kven­fé­laga­sam­band Ís­lands árin 1992-1998 og sem fram­kvæmda­stjóri kvenna­heimilisins Hall­veigar­staða 1996-1998. Hún var borgar­full­trúi fyrir Kvenna­listann og síðar Reykja­víkur­listann og sat á þeim tíma í jafn­réttis­ráði. Hún var for­maður jafn­réttis­nefndar Reykja­víkur­borgar og for­maður Svanna, lána­tryggingar­sjóðs kvenna um ára­bil.