Innlent

Steinunn Val­dís ráðin yfir skrif­stofu jafn­réttis­mála

​Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur á­kveðið að skipa Steinunni Val­dísi Óskars­dóttur skrif­stofu­stjóra yfir nýrri skrif­stofu jafn­réttis­mála í for­sætis­ráðu­neytinu.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur á­kveðið að skipa Steinunni Val­dísi Óskars­dóttur skrif­stofu­stjóra yfir nýrri skrif­stofu jafn­réttis­mála í for­sætis­ráðu­neytinu. 

Um­sækj­endur um em­bættið voru 30 talsins. Ráð­gefandi hæfnis­nefnd mat sex um­sækj­endur vel hæfa og var Steinunn Val­dís ein þeirra. 

Steinunn Val­dís Óskars­dóttir lauk BA-prófi í sagn­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 1992 og við­bótar­diplóma í opin­berri stjórn­sýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var Steinunn Val­dís stjórnar­ráðs­full­trúi á launa­skrif­stofu fjár­mála­ráðu­neytis, borgar­full­trúi árin 1994-2007 og borgar­stjóri í Reykja­vík 2004-2006. Steinunn Val­dís átti sæti á Al­þingi 2007-2010. 

Frá 2011-2017 var hún sér­fræðingur og stað­gengill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu inn­viða í innan­ríkis­ráðu­neytinu. Frá febrúar 2017 hefur hún starfað sem sér­fræðingur og stað­gengill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu ferða­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu. 

Í frétt á vef ráðu­neytisins segir að Steinunn Val­dís hafi víð­tæka þekkingu á jafn­réttis­málum. Hún starfaði meðal annars fyrir Kven­fé­laga­sam­band Ís­lands árin 1992-1998 og sem fram­kvæmda­stjóri kvenna­heimilisins Hall­veigar­staða 1996-1998. Hún var borgar­full­trúi fyrir Kvenna­listann og síðar Reykja­víkur­listann og sat á þeim tíma í jafn­réttis­ráði. Hún var for­maður jafn­réttis­nefndar Reykja­víkur­borgar og for­maður Svanna, lána­tryggingar­sjóðs kvenna um ára­bil.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing