Tæp­lega hundrað konur skrifuðu undir yfir­lýsingu, sem send var á Frétta­blaðið, vegna skað­legrar orð­ræðu um kyn­ferðis­brot sem birtist að sögn kvennanna í ný­legum pistli Steinunnar Ó­línu Þor­steins­dóttur. „Ef Steinunn Ó­lína telur það vera keppni í of­beldi að niður­lægja fólk án dóms og laga er hún sigur­vegari í þeirri keppni með þessari grein.“

Konurnar sem standa að baki svar­greinarinnar eru allar annað­hvort brota­þolar eða að­stand­endur kyn­ferðis­of­beldis. Margar þeirra vinna með brota­þolum og að­stoða þau við að vinna úr af­leiðingum kyn­ferðis­brota. Töldu þær því nauð­syn­legt að svara um­mælum Steinunnar.

Mann­fjand­sam­leg við­horf

Í téðum pistli fagnaði Steinunn ný­föllnum dómum í málum Freyju Haralds­dóttur og Atla Rafns Sigurðs­sonar. Að mati Steinunnar hafa hafa bæði málin mætt mann­fjand­sam­legum við­horfum og telur hún #met­oo byltinguna meðal annars hafa lagt grunninn að þeim. Fer hún jafn­framt hörðum orðum um Þór­dísi Elvu Þor­valds­dóttur sem hún segir vera „sjálf­skipaðan leið­toga fórnar­lamba.“

„Við undir­ritaðar viljum bregðast við þessum um­mælum þar sem greinin lýsir afar skað­legri orð­ræðu gagn­vart brota­þolum kyn­ferðis­of­beldis al­mennt þó að ein manneskja, Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir, sé tekin fyrir í greininni, sem “sjálf­skipaður leið­togi brota­þola kyn­ferðis­of­beldis”. Orð­ræða sem þessi sendir al­var­leg skila­boð út í sam­fé­lagið og hefur að engu trú­verðug­leika brota­þola kyn­ferðis­of­beldis.“

Vé­fengir nauðganir

Konurnar furða sig á því að þrátt fyrir að gerandi Þór­dísar sé einn af þeim fáu sem hafi játað að hafa beitt kyn­ferðis­of­beldi ræði Steinunn um „meintan geranda“ í pistli sínum. „Steinunn Ó­lína bætir um betur og segir brota­þola hafa “sagst” hafa orðið fyrir nauðgun, með það að mark­miði að vé­fengja það of­beldi sem Þór­dís Elva varð fyrir.“

Að mati kvennanna lýsir greinin því við­horfi að frá­sagnir af kyn­ferðis­of­beldi séu mark­lausar nema að sak­borningur hafi hlotið dóm fyrir brot sitt. „Sam­kvæmt greinar­höfundi er Þór­dís Elva haldin hefndar­fýsn og drottnunar­girni með því að draga geranda sinn til á­byrgðar sem hann gekkst við sjálfur af fúsum og frjálsum vilja.“

Öfug­snúið að rægja þol­enda frekar en geranda

Nauðgun felur í eðli sínu í sér of­beldi að mati greinar­höfunda sem finnst öfug­snúið að saka Þór­dísi um drottnunar­girni fyrir að segja frá nauðgun sinni fremur en manninn sem nauðgaði henni. „Brota­þolar sjá slík við­horf kristallast víða í sam­fé­laginu og #met­oo byltingin reis ekki síst upp gegn slíkum við­horfum.“

Þá er bent á að konur sem segja opin­ber­lega frá og hafa kært kyn­ferðis­of­beldi séu líka tor­tryggðar, meira að segja þrátt fyrir að gerandi þeirra hafi játað verknaðinn. „Grein Steinunnar Ó­línu af­hjúpar þann veru­leika ræki­lega.“

Brást brota­þol­endum al­gjör­lega

„Sú orð­ræða er al­geng að konur sem segja frá kyn­ferðis­of­beldi, án leik­reglna sem þykir sam­fé­laginu þóknan­legt, séu mann­orðsmorðingjar og vegi að æru manna.“ Þá sé vegið að trú­verðug­leika þeirra og afar mann­fjand­sam­leg við­horf mæti þeim. „Sama hvaða leik­reglum þær fylgja mætir þeim iðu­lega tor­tryggni og það þrátt fyrir #met­oo“

Konurnar segja það eina í pistli Steinunnar sem þær geti verið sam­mála henni um sé að það eigi að setja hag brota­þola kyn­ferðis­of­beldis í for­gang. „Ef þessi grein átti að stuðla að því mark­miði bregst hún hins vegar brota­þolum kyn­ferðis­of­beldis al­gjör­lega.“