Leik- og fjöl­miðla­konan Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir sækist eftir því að verða næsti út­varps­stjóri. Steinunn greindi frá þessu á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi. Í færslunni, sem ber heitið Við höfum öllu að tapa, lýsir hún hlut­verki RÚV og stöðu einka­rekinna fjöl­miðla.

„Ríkis­út­varpið er í eðli sínu fremur í­halds­söm stofnun, en það er hlut­verk hennar,“ segir Steinunn. Það geti vel verið að dag­skrár­efni Ríkis­út­varpsins höfði til fárra og virki stundum bein­línis frá­hrindandi á fólk. Það sé ein­mitt kosturinn við RÚV.

„Fjöl­breytt sér­viska Ríkis­út­varpsins er auður allra lands­manna því Ríkis­út­varpið lítur ekki á not­endur sína sem hungraða neyt­endur heldur reynir að kapp­kosta að búa til, sam­hliða nú­tíma­legri dag­skrár­gerð, efni sem fangar ó­lík­legustu kima mann­legrar til­veru og varð­veita hana til fram­búðar fyrir komandi kyn­slóðir.“

Fastur punktur í tilverunni

RÚV er fast­ur punkt­ur í til­­ver­unni sem all­f­lest­ir hafi ein­hvern snerti­­flöt við að mati Steinunnar sem telur að flestum lands­mönnum þyki svo­lítið vænt um Ríkis­út­varpið.

„Ég ætla mér að sækja um stöðu út­­varps­­stjóra vegna þess að mér þykir vænt um Rík­is­út­­varpið og trúi stað­fast­­lega á mik­il­­vægi þess og læt eng­an segja mér annað. Ég á enga vild­ar­­menn í ráðandi rík­is­­stjórn, þekki eng­an stjórn­ar­mann Rík­is­út­­varps­ins per­­sónu­­lega og hef bók­staf­­lega engu að tapa.“

Nýr út­varps­stjóri kemur bráð­lega til með að taka við stöðunni þar sem Magnús Geir Þórðar­son var ný­verið skipaður næsti þjóð­leik­hús­stjóri. Upp­haf­lega var frestur til að sækja um stöðuna til 2. desember, en hann var fram­lengdur um viku og rennur nú út næst­komandi mánu­dag.

Lífsnauðsynlegir fjölmiðlar

Steinunn nefnir fjöl­miðla­frum­varpið einnig í færslunni. „Að fjár­mála­ráð­herra (Bjarni Bene­dikts­son) sam­þykki frum­varp Lilju mennta­mála­ráð­herra með fyrir­vara um endur­skoðun á aug­lýsinga­stöðu Ríkis­út­varpsins á fjöl­miðla­markaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjöl­miðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknan­legir, sjálf­stæðir fjöl­miðlar eða Ríkis­út­varpið, fái vald til að flytja okkur fréttir af hlut­lægni þar sem okkar hags­munir eru í fyrir­rúmi. Hins vegar bendir þetta til þess að hann sé verald­lega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikil­vægi menningar­verð­mæta sem ekki er hægt að kaupa og selja.“

Fjöl­miðlar eru lífs­nauð­syn­legir þar sem lýð­ræði á undir högg að sækja að sögn Steinunnar. „Staða ríkis­fjöl­miðla gagn­vart einka­reknum fjöl­miðlum er til um­ræðu á og þar takast á ólík sjónar­mið.“ Hlut­verk fjöl­miðla sé að ná at­hygli fólks og gæta eigin hags­muna. „Fjöl­miðlar, ríkis­reknir annars vegar og einka­reknir hins vegar, verja ó­líka hags­muni en það er fá­sinna að trúa því að allir fjöl­miðlar geti þjónað öllum alltaf.“

Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út næst­komandi mánu­dag.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson