Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Bendiktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru nýkjörnir varaforsetar forsætisnefndar Alþignis. Verkefni þeirra er nú að taka fyrir Klaustursmálið og koma því í réttan farveg. Kosið var um málið á Alþingi í dag, en forsætisnefnd í heild sinni lýsti sig vanhæfa að taka fyrir Klaustursmálið í desember. Steinunn Þóra og Haraldur voru útnefnd, en farið var eftir því hvaða þing­menn væru óum­deil­an­lega hæf­ir til um­fjöll­un­ar um málið og hefðu hvorki tjáð sig um það í ræðu eða riti. 

Kosið var hvort útnefna ætti varaforsetana á Alþingi í dag og voru heitar umræður um málið á þingi. Þótti þingmönnum Miðflokksins, og tveimur óháðum þingmönnum, málið ekki standast lög.

Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum gegn níu.