Innlent

Stein­hissa milljóna­mæringur: „Kannski kaupi ég mér íbúð“

Eigandi vinningsmiðans sem auglýst hefur verið eftir er fundinn. Hann er í dag 52 milljónum ríkari.

Auglýst var eftir vinningshafanum í fjölmiðlum á dögunum. Fréttablaðið/Stefán

Eigandi 52 milljóna króna lottóvinningsmiða sem auglýst hefur verið eftir undanfarið er fundinn. Miðann keypti maðurinn í Póló við Bústaðaveg í Reykjavík um miðjan febrúar, og lýsti Íslensk getspá eftir honum í fjölmiðlum fyrr í þessum mánuði. Hann varð steinhissa þegar hann lét fara yfir nokkra lottómiða í Olís við Ánanaust á dögunum enda hafði hann gleymt því að hafa hafa keypt sér miða í Póló. 

 „Kannski kaupi ég mér íbúð,“ sagði vinningshafinn þegar Íslensk getspá innti hann eftir svörum um hvort hann sé farinn að láta hugann reika um ráðstöfun á vinningnum. „En svo verður maður nú að leyfa sér eitthvað skemmtilegt líka,“ sagði hann enn fremur. 

Í tilkynningu óskar Íslensk getspá þessum nýja milljónamæringi innilega til hamingju.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Leitað að milljóna­mæringi

Innlent

Embætti landlæknis kveðst geyma gögnin vel

Innlent

Ungir Píratar kampakátir með Andrés Inga

Auglýsing
Auglýsing