„For­­seti hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, og það fyrir nokkru síðan, að á­kaf­­lega æski­­legt væri að þeirri um­­ræðu færi að ljúka þannig að hægt verði að hefja um­­ræður um önnur þing­­mál sem bíða á meðan og áður en frekari röskun verður á starfi þingsins þessa vor­­daga og meira tjón hlýst af,“ sagði Stein­grímur J. Sig­fús­­son, for­­seti Al­þingis, við upp­­haf þing­fundar í morgun, og beindi orðum sínum til þing­manna Mið­­flokksins sem hafa haldið uppi mál­þófi á Al­þingi undan­farna daga.

Stein­grímur benti á að nefndar­­störf hafi gengið afar vel undan­farna daga og vikur og nefndir af­­greitt mikinn fjölda mála sem bíði um­­ræðu. Til að mynda séu 32 þing­­mál, til­­lögur og frum­vörp sem bíði um­­ræðu og af­­greiðslu.

„For­­seti skorar því enn og aftur á þing­­menn Mið­­flokksins að hug­­leiða hvort 90 klukku­­stundir rúmar og þótt fá­einar væru í við­bót dugi ekki fyrir þá til að koma af­­stöðu sinni á fram­­færi þannig að þingið geti senn tekið af­­stöðu til málsins á þann hátt sem leik­­reglur okkar bjóða og endan­­legt gildi hefur, þ.e. að greiða um málið at­­kvæði,“ bætti Stein­grímur við.

Inga Sæ­land, for­­maður Flokks fólksins, tók dýpra í árina því hún sagðist bæði hafa upp­­lifað of­beldi og van­líðan í kjöl­far mál­þófsins, enda séu fjöl­­mörg stór og mikil­­væg sem bíði af­­greiðslu sem kjörnir full­­trúar verði að sinna. Inga er sjálf afar and­­snúin inn­­leiðingu þriðja orku­­pakkans en hún telur nú tíma kominn til þess að fólk hætti að berja höfðinu við steininn.

Annarri umræðu um þriðja orkupakkann var framhaldið klukkan rúmlega ellefu í morgun, og eru þingmenn Miðflokksins aftur einir skráðir á mælendaskrá.