Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra og lengst af for­maður Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða fram­boð VG í al­þingis­kosningunum á næsta ári.

Þetta kom fram í máli Stein­gríms á fundi kjör­dæmis­ráðs Norð­austur­kjör­dæmis nú rétt í þessu. Stein­grímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjart­sýnn á fram­tíð VG í lands­málunum, hún hefði verið til góðs fyrir sam­fé­lagið og þannig yrði það á­fram.

Katrín Jakobs­dóttir, for­maður VG sagðist aldrei hafa haft eins mikla löngun til að vera á stað­fundi en ekki fjar­fundi, til að geta staðið upp og klappað fyrir Stein­grími. Þegar hún þakkaði honum fyrir sam­starfið og þau fjöl­mörgu störf sem hann hefur gegnt í stjórn­málunum.

Stein­grímur er fæddur á Gunnars­stöðum í Þistil­firði 4. ágúst 1955, hefur setið á Al­þingi fyrir Norður­lands­kjör­dæmi eystra og síðan Norð­austur­kjör­dæmi frá því 1983 og er með lengsta þing­reynslu allra nú­verandi þing­manna. Hann hefur leitt fram­boðs­lista í síðustu 11 al­þingis­kosningum og verið í fram­boði í öllum kosningum síðan 1978. Hann sat fyrst á þingi fyrir Al­þýðu­banda­lagið, var for­maður þing­flokks Al­þýðu­banda­lagsins um tíma.

Stein­grímur hefur á sínum langa þing­ferli verið land­búnaðar- og sam­göngu­ráð­herra, fjár­mála, sjávar­út­vegs og land­búnaðar­ráð­herra, efna­hags og við­skipta­ráð­herra og at­vinnu­vega og ný­sköpunar­ráð­herra. Þá hefur Stein­grímur verið leiðandi í nor­rænu sam­starfi bæði í Norður­landa­ráði og Vest­nor­ræna ráðinu.

Hann hefur verið for­seti Al­þingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn. Lesa má um feril Stein­gríms J. Sig­fús­sonar í bókinni Saga VG sem kom út á 20 ára af­mæli hreyfingarinnar og í bókum sem hann hefur sjálfur skrifað.