Not­endur stefnu­móta­for­ritsins Tinder geta bráð­lega nýtt sér mynd­sím­töl innan for­ritsins. Að mati fyrir­tækisins gæti val­mögu­leikinn orðið veru­lega vin­sæll í heims­far­aldrinum þar sem sótt­varna­reglur hindri víða að fólk geti hist í per­sónu.

Ó­keypis er að nýta sér mynd­sím­tölin en að­eins er hægt að virkja fídusinn ef báðir aðilar sam­þykkja sím­talið. Ef einn notandi reynir að nýta sér mynd­sím­tal fær aðilinn sem reynt er að hringja í ekki til­kynningu.

Öryggið í fyrir­rúmi

Öryggis­teymi fyrir­tækisins hefur hannað val­mögu­leikann þannig að not­endur geti ein­göngu talað hvort við annað ef þau snúa að mynda­vélinni. Þá verður einnig hægt að slökkva á sím­talinu hve­nær sem er og áður en það hefst verða not­endur að sam­þykkja skil­mála fyrir­tækisins.

„Við erum spennt fyrir að deila Face to Face val­mögu­leikanum með heiminum,“ sagði Rory Kozoll full­trúi öryggis­teymi Tinder. Búið er að prufu­keyra val­mögu­leikann með á­kveðnum hópi not­enda en bráð­lega verður boðið upp á mynd­sím­töl um allan heim.